Blik - 22.04.1947, Page 12

Blik - 22.04.1947, Page 12
8 B L I K hvers manns hengu vopn hans og herklæði, þó einkum skjöld- urinn, því sverðið skildu menn sjaldan við sig, jafnvel ekki í stórvinahóp, því að alltaf gat á skammri stundu skipazt veður í lofti og voru menn sjaldan ó- hultir. Því var bezt að vera við öllu búinn og hafa sverð sitt við hlið sér. Sessunautar voru oft í vináttu sín á milli og ræddu þar oftlega áhugamál sín. Þegar nú húsbóndinn og gest- urinn sátu þannig gagnvart hvor öðrum, ræddust þeir við frá sæt- um sínum og ef húsbóndinn drakk minni gestsins eða gaf honum gjafir eða gjöf, rétti hann honum hornið eða gjöfina yfir langeldinn. Væri enginn göfug- ur gestur viðstaddur, skipaði önd vegi á óæðri bekk einhver göfug- ur hirðmaður eða og oftlega skáld. Seinna tóku húsin þeirri breytingu, að hásætið var flutt af langbekknum að öðrum gafli hússins en dyrnar voru á hinum. Þegar halda skyldi erfis- drykkju, settist sonur eða erfingi hins dána á forsæti fram undan hásætinu, þangað til honum var færður bikar, er hann átti að drekka um leið og hann gjörði einhverja drengilega heitstreng- ingu. Þá stóð hann upp, tók bikarinn og drakk minni föður síns. Því næst settist hann í há- sætið, sem faðir hans hafði setið i, og gekk með því að arfi eftir hann. Áður en menn bjuggu til sér- stök hús til ýmislegra afnota, var höllin eða skálinn ekki einungis drykkjustofa heldur og einnig svefnherbergi, bæðli fyrir gesti og heimamenn. Bak við lang- bekkina voru sem sé rekkjur, nokkuð áþekkar þeirn, er til skamms tíma hafa sézt á einstöku sveitabæ. Af Egilsögu má ráða, að þeim var lokað að innan. Fyrir utan voru einnig lágir bekkir, sem til- reiða mátti rekkju á fyrir þá, er ekki voru í miklum metum liafðir. í lokrekkjunum hvíldi húsbóndinn og hið heldra fólk, enda hefur það þótt tryggilegra, einkum ef menn áttu í deilum, eins og ráða má af Droplaugar- sona-sögu, þar sem Helgi Ás- bjarnarson átti tal við konu sína, þegar þau gengu úr rúmi fyrir Ketilbirni á Hrollaugsstöðum, enda sætti Grímur Droplaugar- son þá færi við Helga. Þó konur væru að nokkru út- af fyrir sig, sátu þær ýmist á lang- bekkjum eða á sérstökum bekk. Annars átti kona eða dóttir hvers höfðingja herbergi út af fyrir sig — skemmur — og sátu þar löng- um. Þangað var karlmönnum þó ekki meinað að koma, ef komur þeirra voru með siðsemi og kurt- eisi. Herbergi kvenna eru oftast

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.