Blik - 22.04.1947, Page 15

Blik - 22.04.1947, Page 15
B L I K 11 Með því verður hann að manni. En þó eitthvað mistakist, á mað- ur ekki að leggja árar í bát og hugsa sem svo, að þetta sé of erfitt fyrir mann, eða að þetta geti maður ekki. Það er algilt, að baráttan er nauðsynleg til þess að sigrarnir vinnist, hvort sem um er að ræða sjálfstamningu eða önnur viðfangsefni lífsins. Flest afrelc eru árangur af þraut- seigri baráttu, og eru mörg dæmi um það. En sigursæll er góður vilji. Það er t. d. sagt um einn af okk- ar fremstu bindindismönnum, að hann hafi 70 sinnum látið endurreisa sisr, áður en hann náði því marki, að snúa varan- lega baki við Bakkusi. Iþróttamaðurinn er ábyggi- lega búinn að leggja mikið á sig, áður en hann nær metinu, sem liann keppir eftir. Hann er oft búinn að neita sér um þægindi eða skemmtanir, áður en hann nær takmarkinu. Listmálarinn er búinn að kasta mörgum léreftstuskunum, áður en honum tekst að fá mynd- ina, eins og hann ætlaðist til, að hún yrði. Mörg handrit rithöfundarins eru búin að fara í ruslakörfuna, áður en hann lætur prenta bók- ina. Os mörs hafa verið mistökin O O og vonbrigði vísindamannsins, áður en hann náði því marki, sem hann hafði sett sér. Og í hinurn hversdagslegustu störfum hins daglega lífs endurtekur sig hin sama saga, að sigrarnir verða ekki unnir fyrirhafnar- eða bar- áttulaust. En gleðin ein yfir unnum sigri er nóg laun fyrir erfiði baráttunnar. „Líf er nauðsyn, lát þig hvetja. Líkstu ei gauði, berstu djarft. Vertu ei sauður, heldur hetja. Hníg ei dauður, fyrr en þarft.“ P. S. 3. bekk Dagur í skólanum „Hvaða dæmalaus læti eru þetta,“ hugsa ég eða segi mitt á milli svefns og vöku. Það er vekjaraklukkan, sem hringir. Ég þýt upp til þess að fyrirbyggja, að hrin æri mig al- veg. Því næst kveiki ég ljós og lít á klukkuna. Hana vantar 15 mínútur í 8. Ég nudda stírurnar úr augunum og lít svo aftur á klukkuna. — Jú, það er ekki um að villast. Ég þýt fram úr rúm- inu og í fötin í einu hendings kasti. Það verður hálfgerður kisuþvottur á mér í þetta sinn, en ég hugsa mér, að ég geti bætt það upp seinna. Svo gríp ég tösk- una, kápuna og leikfimisfötin og jrýt af stað. Það er nefnilega leik- fimi í fvrstu kennslustund og leiðin liggur því upp í fimleika-

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.