Blik - 22.04.1947, Qupperneq 17
B L I K
!3
ar og aukasetningar og þær í liði,
frumlag, andlag, umsögn, sagn-
fylling, og kannske finnst þar
líka viðurlag, umsagnarígildi og
sagnauki eða hvað það nú heitir,
þetta torf.
Þá eru það beygingar. „Svein-
björn, gerðu svo vel að beygja
fyrir mig orðið brúður í öllum
föllum."
Beygingin í eintölu kemur í
smágusum út úr Simba og rétt
þó. Þá er það fleirtalan. Þar
stendur í honum. Hann leggur
heilann í bleyti, en árangurs-
laust. „Af hverju skyldi brúður
eiga að vera ríkust, Sveinbjörn
minn?“ spyr kennarinn í blíðasta
rómi. „Peningum," gellur Páll
við. Allir skellihlæja. En nú
man Simbi það: „af ást“, segir
hann, „orðið brúður beygist
eins og ást í fleirtölu," og hnút-
urinn er leystur. — Tíminn er á
enda og Óskar hringir út.
Langa hléið hefst.
Ut eigum við að fara og verð-
um að fara. Hvert skal halda?
Sumir fara heim og fá sér eitt-
hvað í svanginn, aðrir heimsækja
hina vinsælu, ágætu Siggu og
kaupa sér volg vínarbrauð, eða
franskar vöflur hjá Magnúsi.
Eftir 25 mínútur hefst kennsla
á ný. Það er dönskutími. Við
erum setzt, þegar kennarinn kem
ur inn, lítill og léttur í spori,
með stór spyrjandi augu, brún
eins og fötin hans. Við stöndum
upp og heilsum. Síðan hefst
kennslustundin. Kennarinn er
með dönsku stílana okkar undir
hendinni. Umsjónarmaðurinn
útbýtir þeim og við teljum vill-
urnar. En það litaskrúð, — sam-
bland af bláum og rauðum strik-
um. Kennarinn er alveg í öngum
sínum yfir öllum enskuslettun-
um: hot fyrir varm og Garden
fyrir Have o. s. frv. Þá hefjast
endursagnir. Nonni spyr, hvort
ekki megi hegna þessum mis-
kunnarlausu mönnum, sem
lögðu endursagnirnar á okkur.
Þá segir Palli ósköp mannaleg-
ur: „Látum guð um það.“
Einar rekur úr okkur garnirn-
ar. S. er tekinn upp. Það kemur
mikið fát á hann, þegar Einar
segir honum að fara með endur-
sögnina. Sarnt byrjar hann. Setn-
ingarnar koma eins og rokur út
úr honum og hlé á milli, en allt
endar vel að lokum. Þá kemur
að Nínu. Hún snýr upp á vettl-
inginn sinn í gríð og ergi, meðan
á athöfninni stendur og hefur
sig út úr því bærilega, enda
dönsk í aðra ætt.
Óskar hringjari aftrar því, að
fleiri lendi í prísundinni að
þessu sinni, því að hann hringir
út. Þá tekur við 5 mínútna hlé.
Við þjótum út með handboltann
og „rífumst" um hann um stund.
Eftir góðan sprett er hringt inn.
Þá tekur enskan við. Hana kenn-
ir séra Kolbeins okkur. Brátt er-