Blik - 22.04.1947, Page 23

Blik - 22.04.1947, Page 23
P> L I K 25. sept. Skátar halda uppi reglu við mjólkurbuð H. Bene- diktssonar. 28. sept. Vetrarstarfsemin hefst með messu í Landakirkju. 17. nóvember. Félaginu skipt í eldri og yngri deild. 20. nóv. Erindreki B. I. S. kemur hingað. 20. des. Jólafundur Faxa. Út- býtt jólapóstinum. 29. des. Jólaskemmtun. Jóni ísakssyni veitt gula liljan. Þetta er nú annáll félagsins í stuttu máli og má nokkuð af honum marka, hve ntikið starfið hefir verið. #/Ferðalangur#í. Eitt af þeim sérprófum, er skát ar taka, er kallað „Ferðalangur“. Til að geta fengið sérprófs- merki út á þetta próf, verður skátinn að uppfylla viss skilyrði. Eitt af þessum skilyrðum í þessu sérprófi er að hafa gengið með- f'ram brúnum og á öll fjöll á Heimaey og skrifað dagbók um- þetta ferðalag og telja upp minnst 50 örnefni í sambandi við það. Hér á eftir sýnum við yður, hvernig einn af skátunum skil- aði sinni dagbók um þetta ferða- lag. Ganga þessi var farin dag- ana 22.-23. júlí 1944. Fararstjóri 19 var sveitarforingi 1. sveitar, Jón Runólfsson. Lagt var af stað frá Faxafelli kl. 4,30 síðdegis. Veður var ágætt, sól og blíða. Var farið sem leið liggur inn í „Botn“ og upp Litlulöngu upp að stiganum. Leiðin var greið upp stigann og vorum við nú á Neðri Kleif- unr. Brátt konrumst við á Efri Kleifar. Jón Isaksson tók stóran stein og lét hann falla niður und ir Stórulöngu. Fýll flaug leti- lega fyrir Löngunefið og hvarf út í buskann. Áfram var haldið og við Efra Þuríðarnef fór nræðin að ásækja suma. Skammt þar fyrir neðan er Neðra Þuríðarnef. Sunnan í Heimakletti, nær honum nriðjunr, er gil eitt, senr nefnist Vatnsgil og drýpur vatn úr því. Nokkuð þar fyrir austan er stór tó, sem kölluð er Danskató. Var nú haldið upp brekkuna og út í Miðklett. Þoka var nú skollin á, svo að eigi sást mikið meira en rétt handa skil. En við vissunr, að Víkin var fyrir neðan okkur, slétt og kyrr. Faxi, Faxasund og Faxasker, Skellir og Latur voru ekki langt frá. Var nú snúið við og haldið upp á Hákollu, en áður en þangað var konrið, minntust nrenn þess, að fyrir neðan Miðklett er sandur, er nefnist Halldórssandur. Ann- ar sandur er og þar, Hettusandur,

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.