Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 31

Blik - 22.04.1947, Blaðsíða 31
B L I K 27 F r í s 111 n d a v i n n a Á umliðnum árum, þegar far- ið var að berjast fyrir styttum vinnudegi almennings, var ástæð- an sú, að gefa almenningi kost á að lifa meira menningarlífi, en mögulegt var með striti myrkr- anna á milli. Ástæða var til að ætla, að sú þjóð, sem um þúsund ár „hafði setið við sögur og ljóð“, tæki þessu tækifæri fegins hendi. En allar slíkar áætlanir fóru hrapa- lega út um þúfur. Það sem vonað var, að þjóðin tæki sér fyrir hendur, svo sem aukna menntun, lestur góðra bóka, íþróttaiðkanir, eða sem sagt það, sem líkami og sál gæti þroskazt af, létu í flestum tilfell- um á sér standa, en hinnar menn- ingarsnauðu skemmtanir kaup- staðanna, göturáp og hvers kyns óáran flaug eins og eldur í sinu um landið, í stað þess, sem von- ast var eftir. Nú er spurningin sú, hvort ekki er enn hægt að koma a. m. k. unglingunum á rétta leið. Hér í Eyjum er nú hafin bygg- ing á myndarlegu gagnfræða- skólahúsi og með því hljóta að aukast möguleikarnir til aukinn- ar menntunar, ekki eingöngu fyr ir þá, sem stunda nám í Gagn- fræðaskólanum, því tæplega þarf sá skóli á húsinu að halda allan daginn, og gæti eflaust léð hús- næði fræðslustarfsemi, svo sem kvöldskóla eða námsflokkum, þar sem mönnum gæfist kostur á að bæta við til dæmis íslenzku-, reiknings- og tungumálakunn- áttu sína, allt eftir þMí, livað hverjum hentaði. Ekki þarf að elast um, að slík fræðslustarf- serni myndi njóta vinsælda hér, ekki síður en annarsstaðar. Hinum, sem ekki hafa áhuga, á hinum hóklegu fræðum, þarf að kenna einhverja frí- stundavinnu (Hobby), sem er við þeirra hæfi, líkt og nú er kennt t. d. í Handíðaskólanum í Reykjavík. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vinna að loknu dags- verki, sem er fjarskyld hinu dag- lega starfi, er undir mörgum kringumstæðum hvíldar ígildi. Og einmitt þessvegna er það stórt atriði, er menn verða sér viti um frístundavinnu, að velja starf, sem ólíkast því, er þeir inna af liöndum daglega. Slíkt frístundastarf er nauðsyn- legt hverjum einum, sem nokk- urn frítíma hefur, því, segir máls-

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.