Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 8

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 8
1881 6 15. læknishérað. Stakk sér niður síðara helming ársins, var allþung. Á einum bæ dóu 4 börn, og nokkur börn dóu á Seyðisfirði. 3. Barnaveiki (diphtheritis et croup). Barnaveiki er getið í 10 héruðum, en um fjölda tilíella eru engar upplýsingar, og ekki verður heldur vitað, hve mörgum börnum veikin hefur orðið að bana. 2. læknishérað. Um sumarið komu fyrir nokkur tilfelli af diphtheritis, en sjúklingum batnaði. Croup hefur ekki komið fyrir, svo að ég muni. 4. læknishérað. Þrjú börn veiktust af croup, 2 dóu, áður en nokkurrar hjálpar yrði leitað, en hið þriðja eftir traclieotomia á 5. sólarhring, án þess ég nákvæmar viti hvernig (dyspnoe). 6. læknishérað. Allmörg tilfelli af diphtheritis-hálsbólgu. Á tveimur bæjum veiktust nærri öll börnin, og fjögur dóu. 7. læknishérað. Nokkur tilfelli. 10. læknishérað. 2 börn, báðum batnaði. Meðul þau, er ég viðhafði, voru aconitum í sambandi við chamomilla. /4. læknishérað. Croup hefur stungið sér niður. 15. læknishérað. Diphtheritis 15 tilfelli, croup 2. 18. læknishérað. Diphtheritis 18, croup 5. 19. læknishérað. Stöku tilfelli. 20. læknishérað. Ang'ina diphtheritis hefur verið endemisk allt árið, en flest til- felli í október og nóvember, mjög væg. 4. Inflúenza. Er getið aðeins í 17. læknishéraði. Þar gekk í maí og júní faraldur, sem læknir kallar inflúenzu, en engin lýsing er á háttum hans. 5. Kikhósti (tussis convulsiva). Frá veikinni er sagt í 10 læknishéruðum. 4. læknishérað. Á fyrra helmingi ársins hélt kikhóstafaraldurinn frá í fyrra áfram að geisa um allt héraðið. Fáir dóu úr veikinni að undanskildum börnum innan iy2 árs. Veikin var mjög langstæð, frá 8 og yfir 20 vikur, og lét ekki undan neinni meðferð. Hún tók jafnvel fólk frá 15 ára aldri og fram yfir tvítugt, og eftir- tektarvert er, að samtímis gekk þrálátt lungnakvef í fullorðnu fólki. Hóstinn með kvefinu líktist mjög kikhósta, kom með nokkurn veginn reglulegu millibili. 6. læknishérað. Kikhósti hefur geisað í mörgum sóknum héraðsins síðan í vor og orðið þó nokkrum ungbörnum að bana. 7. læknishérað. Faraldrinum frá árinu áður lauk ekki fyrr en síðast í maí. 9. læknishérað. Á fyrstu þrem mánuðum ársins geisaði kikhósti um allt héraðið. Þessi farsótt var mjög hættuleg', þar sem íslenzku bæirnir gátu ekki varið fólkið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.