Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 8
1881
6
15. læknishérað. Stakk sér niður síðara helming ársins, var allþung. Á einum
bæ dóu 4 börn, og nokkur börn dóu á Seyðisfirði.
3. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Barnaveiki er getið í 10 héruðum, en um fjölda tilíella eru engar upplýsingar,
og ekki verður heldur vitað, hve mörgum börnum veikin hefur orðið að bana.
2. læknishérað. Um sumarið komu fyrir nokkur tilfelli af diphtheritis, en
sjúklingum batnaði. Croup hefur ekki komið fyrir, svo að ég muni.
4. læknishérað. Þrjú börn veiktust af croup, 2 dóu, áður en nokkurrar hjálpar
yrði leitað, en hið þriðja eftir traclieotomia á 5. sólarhring, án þess ég nákvæmar
viti hvernig (dyspnoe).
6. læknishérað. Allmörg tilfelli af diphtheritis-hálsbólgu. Á tveimur bæjum
veiktust nærri öll börnin, og fjögur dóu.
7. læknishérað. Nokkur tilfelli.
10. læknishérað. 2 börn, báðum batnaði. Meðul þau, er ég viðhafði, voru
aconitum í sambandi við chamomilla.
/4. læknishérað. Croup hefur stungið sér niður.
15. læknishérað. Diphtheritis 15 tilfelli, croup 2.
18. læknishérað. Diphtheritis 18, croup 5.
19. læknishérað. Stöku tilfelli.
20. læknishérað. Ang'ina diphtheritis hefur verið endemisk allt árið, en flest til-
felli í október og nóvember, mjög væg.
4. Inflúenza.
Er getið aðeins í 17. læknishéraði. Þar gekk í maí og júní faraldur, sem læknir
kallar inflúenzu, en engin lýsing er á háttum hans.
5. Kikhósti (tussis convulsiva).
Frá veikinni er sagt í 10 læknishéruðum.
4. læknishérað. Á fyrra helmingi ársins hélt kikhóstafaraldurinn frá í fyrra
áfram að geisa um allt héraðið. Fáir dóu úr veikinni að undanskildum börnum
innan iy2 árs. Veikin var mjög langstæð, frá 8 og yfir 20 vikur, og lét ekki undan
neinni meðferð. Hún tók jafnvel fólk frá 15 ára aldri og fram yfir tvítugt, og eftir-
tektarvert er, að samtímis gekk þrálátt lungnakvef í fullorðnu fólki. Hóstinn með
kvefinu líktist mjög kikhósta, kom með nokkurn veginn reglulegu millibili.
6. læknishérað. Kikhósti hefur geisað í mörgum sóknum héraðsins síðan í vor
og orðið þó nokkrum ungbörnum að bana.
7. læknishérað. Faraldrinum frá árinu áður lauk ekki fyrr en síðast í maí.
9. læknishérað. Á fyrstu þrem mánuðum ársins geisaði kikhósti um allt héraðið.
Þessi farsótt var mjög hættuleg', þar sem íslenzku bæirnir gátu ekki varið fólkið