Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 9

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 9
7 1881 fyrir kulda á þessum harða vetri. Flest börnin, sem veiktust, urðu að liggja í vondum herbergjum, þar sem hiti fór ósjaldan niður fyrir frostmark. Skottulæknar stunduðu marga sjúklinganna, og tók einn við af öðrum, eins og algengt er í lang- vinnum sjúkdómum á íslandi. Talsverður manndauði varð af völdum veikinnar. 10. læknishérað. Gekk hér eins og annars staðar og var allskæður. Engir full- orðnir eða stálpaðir létust þó af honum, heldur aðeins fá börn, yngri en 2 ára. 11. og 12. læknishérað. Kikhóstinn breiddist út um bæði læknishéruðin. Veikin var mjög skæð, einkum á ungbörnum á fyrsta ári, eins og eðlilegt er, þar sem híbýlum manna er svo mjög ábótavant, hvað snertir gott andrúmsloft og hlýindi, og þar að auki vantar mikið á, að hreinlæti og aðhjúkrun sé í nokkru lagi. Þó var það ekki sjálf veikin, heldur lungnabólga, bronchitis capillaris og aðrir brjóst- sjúkdómar, sem bættust við og riðu sjúklingunum að fullu. 13. læknishérað. Kikhóstinn tók hér bæði fullorðna og börn, en varð þó ekki banvænn neina fyrir hin síðarnefndu. Af þeim dóu, það ég veit, 11, en þau hafa að líkindum verið miklu fleiri, þar eð margir ekki vitja mín, en fara til hómópat- anna, sem hér flórera ekki síður en annars staðar. 14. læknishérað. Kikhóstinn fluttist að norðan í maímánuði og hefur haldizt við til þessa tíma. Engin börn hafa samt dáið úr honum nema á fyrsta ári og þó örfá. 15. læknishérað. Kikhósti gekk um haustið, aðallega í sveitum, en í fjörðunum voru skráð aðeins 11 tilfelli. 6. Taugaveiki (febris typhoidea). Veikin stakk sér niður víðs vegar á landinu og var í engu frábrugðin venju- legum háttum sínum. Hennar er getið í 10 héruðum. 2. læknishérað. Stakk sér niður, en var mjög væg. Sumir lágu aðeins 7—8 daga, en aðrir 2—3 vikur. Notað var til skiptis í byrjun aperientia og emetica og síðan mixt. ac. mineral. til inntöku. Þar sem niðurgangur fylgdi, hef ég mest notað tinct. cascarillae og tinct. aurantii aa með ofurlitlu af vin. theb. crocatum. 4. læknishérað. Þegar leið á sumarið, tók að stinga sér niður diarrhoea og gastroenteritis, sem úr varð um haustið venjulegur taugaveikisfaraldur. Hann hef- ur þó haldið sér við suðausturhluta héraðsins, en síðan í nóvember hefur hann tekið nokkrar fjölskyldur í verzlunarstaðnum, þar sem góður jarðvegur er fyrir hann. 6. læknishérað. Seint á árinu kom upp taugaveiki í tveimur verstöðvum, en var væg og breiddist ekki út þaðan. 9. læknishérað. Taugaveiki, er sagt, að hafi komið upp á einum bæ. 10. læknishérað. 5 tilfelli, enginn dó. 11. og 12. læknishérað. Kom á einn bæ í 11. héraði, og lögðust 3 eða 4. í húsi í kaupstaðnum lögðust 7, og dóu 2. 15. læknishérað. 31 tilfelli typhoidfeber, flest fremur væg. 11. læknishérað. Stakk sér niður í júlí og ágúst. Af 15 sjúklingum, sem leituðu læknishjálpar, dó 1 (?). 18. læknishérað. 10 tilfelli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.