Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 13
11
1881
sótti á hana, roði í andliti og þrautir um allt lífið og uppsala. Óx þetta svo, að hún
dó daginn eftir (lífhimnubólga). — Hinn sjúklingurinn var 22 ára piltur. Hann hafði
fyrst fundið til þessa sjúkdóms fyrir 4 árum, og var nú, er hann leitaði sér hjálpar,
æðj stóra kúlu að finna fyrir neðan rifjahylkið hægra megin. Fyrst stakk ég á hon-
um, og kom þá út nær % potti af tærum vökva. Eftir 3 vikur kom hann aftur, og
viðhafði ég bruna. Eftir 5 mánuði fór hann heim albata.
11. og 12. læknishérað. Sullaveiki virðist mér heldur vera í rénun í þessum
héruðum. Við 2 slíka sjúklinga viðhafði ég brunaaðferð Recamiers, <eftir að ég fyrst,
til að stytta brennslutímann, skar eftir ráðleggingu herra stiftslæknis, dr. med. Jóns
Finsen, æði djúpan skurð inn í sullinn, þó ekki eins djúpt og lierra Finsen álítur
óhætt að gera. Heppnaðist þetta mætavel, og sjúklingarnir urðu alheilir. Gengu að-
eins 9 dagar til sjálfrar brennslunnar á öðrum, þangað til gat komst á sullinn, en á
hinum gekk brennslan miklu seinna.
15. læknishérað. 43 tilfelli.
17. læknishérað. Sullaveiki og lifrarbólga eru mjög útbreiddir sjúkdómar. Hef
stungið á tveimur, og dó annar 7 vikum seinna, sennilega úr taugaveiki. Annars nota
ég við þessa sjúkdóma tinct. rhei amara 2, aether 1, 25—30 dropa 1 d.d. og plástra
(Empl.man.dei-conii-hydrargyri aa.), sem lagðir eru á allt meinið. Þetta reynist ágæt-
lega, ef sjúklingarnir koma nógu snemma.
18. læknishérað. 10 tilfelli.
19. læknishérað. Nokkur tilfelli, eins og alltaf hefur verið. Með sullum í kviðar-
holi virðast oft fara sullir í brjóstholi. Lungnasullir eru að mínu áliti mjög algengir.
Stundum virðast þeir valda pneumothorax.
20. læknishérað. 1 sullur í kviðarholi.
5. Kláði (scabies).
Á kláða er minnzt í 3 héruðum og alls talin fram 37 tilfelli.
6. Geitur (favus).
Getið er aðeins um 1 tilfelli af geitum.
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
Aðeins tveir héraðslæknar geta um krabbamein. Hins vegar nefna sumir æxli,
án þess að taka fram, hvers kyns þeir telji þau.
15. læknishérað. Cancer vulvae 1, sjúklingur dó.
19. læknishérað. Cancer mammae 1.