Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 19
1882
I. Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1882 71175 (72453).
Lifandi fæddust 2299 (2324) börn, eða 32,3%0 (32,1%0).
Andvana fæddnst 94 (113) börn, eða 39,3%0 (46,4%c) fæddra. Tviburafæðingar
voru 36, þríburafæðingar 2.
Manndauði á öllu landinu var 3259 (1832) menn, eða 45,8%0 (25,3%0).
Á 1. ári dóu 1010 (526) börn, eða 439,3%0 (226,3%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 82 (61 drukknuðu, 21 af öðrum slysum).
Sjálfsmorð voru 5.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Engin skýrsla frá landlækni er finnanleg á árinu og ekki heldur skýrsla úr 1.
læknishéraði.
Heilsufar er talið gott fyrstu 5 mánuði ársins, en í lok maímánaðar hófst
mislingafaraldur, og er hann talinn fjórði stórfaraldur af þeim sjúkdómi, sem sögur
fara af í landinu. (Hinir fyrri 1644, 1694 og 1846). Faraldurinn kom til Reykjavíkur
með póstskipi 23. maí, fór um allt land, náði hámarki í júní og júlí og fjaraði víðast
út í ágúst. Veikin var bráðsmitandi, og er talið, að veikzt hafi nær allir, sem ekki
höfðu fengið mislinga áður. Ekki virðist hafa verið gerð tilraun til að stöðva faraldur-
inn, og læknar eru vantrúaðir á, að það hefði tekizt, þótt reynt hefði verið Veikin lagðist
viðast mjög þungt á, einkum á Suður- og Vesturlandi, og þunguðum konum reyndist
hún sérstaklega skæð. Fjöldi manna fékk lungnabólgu, og margir þjáðust af þrá-
látum niðurgangi Iengi á eftir. Manndauði af völdum mislinganna varð gífurlegur,
og mun láta nærri, að þeir hafi orðið 1700 manns að bana. Auk þess ollu þeir miklu
fjárhagslegu tjóni, þar sem þeir voru á ferð um hábjargræðistímann. Um aðra sjúk-
dóma eru læknar fremur fáorðir á árinu, enda hafa mislingarnir skyggt á flest annað.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Getið í tveimur héruðum.
11. læknishérað. Eftir að mislingaveikinni var aflétt, fór að bera á varicellae,
sem menn kalla hér Pétursbólu. Henni fylgdu lítil sem engin veikindi,
15. læknishérað. 12 tilfelli.
2