Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 21

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 21
19 1882 en ungbörn víst allflest af kolsýrueitrun ('bronchitis capillaris). Hvað meðferðina snertir, fór ég með mislingana eftir hinum almennu reglum. Leiðbeiningar þær, sem hinn setti landlæknir hafði látið prenta, voru þegar komnar á hvern bæ, áður en sottin kom. í byrjun viðhafði ég ýmis hóstastillandi meðul, syr. morph., syr. aqu. amygdal. amar., síðar china-decoct. et tinct., og expectorantia ýmisleg, inf. ipeca- cuanhae, salmiakmixtur, Iiquor pectoral. benz., liqu. ammoniac. anisat. og mörg fleiri, síðar ýmisleg meðul symptomatisk. — Læknir lét presta fylla út sérstakt eyðublað um manndauða af völdum mislinganna. Ná upplýsingar þeirra til nokkurra hreppa. Eftir því, sem næst varð komizt, dóu í þessum sveitum 49% af öllum börn- um innan 1 árs. — Að manndauðinn er svona mikill, kemur án efa mikið af því, að sjúklingarnir hafa eigi getað fengið svo góða hjúkrun sem skyldi, bæði vegna illra húsakynna og einkum af því, að á allflestum heimilum Iagðist allt fólkið svo að segja í einu. Með því að litil von er til, að þessari skaðvænu sótt verði framvegis bægt frá landinu eða útbreiðsla hennar stöðvuð, þegar hún kemur næst til landsins, þar sem sóttkvíun tókst svona illa til í sjálfum höfuðstaðnum og aðseturstað hinnar mnlendu stjórnar, þá gæti það ef til vill komið til mála að gera þennan sjúkdóm endemiskan hér í landi með inoculativu eða persónulegu sóttnæmi, contagium, og mætti þá að líkindum velja hina mildustu árstíð fyrir sjúkdóminn. 6. læknishérað. Mislingarnir hófu göngu sína í maílok. Þeir breiddust mjög hratt út og voru hættulegir þegar í byrjun. Að þvi mun hafa stuðlað kuldinn í júní og júlí, en þá gekk öðru hverju á með frostum og snjóéljum, og sömuleiðis óhollustu- samlegt líferni meðal fátæklinga, einkum í verstöðvunum, sem þá voru yfirfullar af sjómönnum. Veikin var sérstaklega hættuleg ungbörnum, veilduðu fólki og barns- hafandi konum vegna lungakvefs og lungnabólgu, sem sigldi í kjölfarið. Flestar barnshafandi konur misstu fóstur eða fæddu fyrir tímann, og þá lifðu aðeins fá barnanna. Eitt andvana barn sá ég með mislingaútbrot um allan líkamann, og frá nokkrum börnum, sem þannig höfðu fæðzt, var mér sagt. Veikin lagðist fyrst og harðast á slímhúðina í koki og lungum, en réðst tiltölulega sjaldan að ráði á augu og nieltingarfæri. Hins vegar var niðurgangur algengur eftir á og lungnakvef. Faraldur- inn dó út í ágústbyrjun, eftir að hafa farið um allt héraðið. Hann tók alla, sem höfðu ekki haft mislinga áður (1846). Mannslát í héraðinu urðu samtals um það bil 408, eða 7y2%, en úr mislingum dóu um 250, þar á meðal 47 ungbörn á fyrsta ævimánuði, 68 á 1. ári og 38 frá 1 til 5 ára. Manndauði varð mun minni í sveitum en í verstöðvum. Margir voru mjög lengi að ná sér, og ég gizka á, að öll vinna hafi lagzt niður í 3 vikur. 7. læknishérað. Mislingarnir byrjuðu göngu sína seint í júní og voru að mestu leyti um garð gengnir í júlilok. í suðurhluta Barðastrandarsýslu og miðhluta Stranda- sýslu, þar sem skemmst er til læknis og flestir sjúklingar nutu læknishjálpar, var mjög lítill manndauði, eða 4 börn og 3 fullorðnir. í norðurhluta Strandasýslu, þar sem ég náði varla til, varð hins vegar talsverður manndauði. Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt, veiktust allir, sem voru yngri en 36 ára. Lungnabólga var víða fylgisjúkdómur, og margir þjáðust af langvinnum hósta eftir á. 8. læknishérað. Mislingarnir komu hingað með vermönnum seint í maímánuði og gengu hér um alla sýsluna og tóku nærri hvern bæ fyrir og hvert mannsbarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.