Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 22

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 22
1882 20 yngra en 36 ára. Þessari sótt var samfara mjög vond hronchitis, uppsala og niður- gangur, og lagðist þungt á menn, þótt dauðatalan væri eigi mjög há, enda tíð mjög köld og óhagstæð. 9. læknishérað. Mislingarnir geisuðu um héraðið í júní og júlí og tóku alla yngri en 36 ára. Sumarkuldinn hafði mikil áhrif á veikina. Stöðugir norðvestan- stormar blésu frá hinum mikla hafis, sem þakti hafið við norðurströndina, og höfðu mjög ill áhrif á sjúklingana. Veikin var skæðari í norðvesturhluta Skagafjarðar en annars staðar, og stafar það að mínu áliti af því, að norðanvindurinn veldur mjög sterkum loftstraumi meðfram Tindastóli og æðir síðan yfir sveitina í suðri. Víst er um það, að í þeim hluta Skagafjarðar, sem þessi loftstraumur fer yfir, voru miklu fleiri og alvarlegri fylgisjúkdómar en annars staðar. Það er trú manna hér á landi, að hafísinn spilli loftinu eða jafnvel eitri það, ef hann liggur lengi við land. í ísárum eru menn næmari fyrir kvefi og öðrum kvillum en endranær. Hin illu áhrif hafíslofts- ins stafa aðallega af þvi, að menn hafa ekki tök á að verja sig fyrir því. Auk kuldans af ísnum og vondra húsakynna hlýtur einnig ástand fólksins að hafa mikil áhrif á prognosis í farsóttinni. Langvinn bronchitis og emphysema pulmonum eru allalgeng- ir sjúkdómar á íslandi, og valda því ýmis störf, t. d. við að hrista hey á vetrum. Það, sem nefnist brjóstveiki á Islandi, er langvinn bronchitis og emphysema pul- monum eða sullaveiki i lungum, annaðhvort staðkomin eða aðkomin frá lifrinni. Þeir, sem ganga með þessa sjúkdóma, eru í lífshætki, ef þeir fá bólgu í fínu greinar lungnanna. Eins og kunnugt er, var fólk farið að líða af matarskorti, og átti það ekki lítinn þátt í að draga úr viðnámi gegn sjúkdómnum. Það er því augljóst, að sjúkdómur eins og mislingarnir hlaut, við þessar aðstæður, að verða ekki aðeins þungur, heldur einnig mjög hættulegur lifi manna. Þó að þessi faraldur væri í rauninni ekki illkynja, slógust fylgisjúkdómar inn í í mörgum tilfellum, einkum bronchitis, pneumonia catarrhalis, pneumonia crouposa, laryngitis catarrhalis, catarrhus gastrointestinalis og heilabólga. Ekki voru þó mörg tilfelli af pn. crouposa og laryngitis varð aldrei hættuleg, enda fylgdi henni ekki croup. Ekki varð iðra- kvefið heldur hættulegt. 1 mörgum kom það fyrst fram, eftir að þeir virtust vera orðnir frískir af mislingunum, en þó er álitamál, hvort þar hefur ekki verið á ferð sjálfstæður sjúkdómur, þar sem það lagðist einnig á menn, sem fengu ekki misling- ana. Einkenni frá heila voru ekki algeng, og þeir, sem ég vissi um, náðu sér. Fæðandi og barnshafandi konur urðu illa úti, en ekki reyndist veikin þeim hættuleg, ef þær voru hraustar og fengu nokkurn veginn rétta aðhlynning. Sannað er, að börn smit- uðust fyrir fæðingu, og ungbörn voru jafnnæm fyrir sóttinni og fullorðið fólk. — Ég undrast það mjög, að amtmaður, eftir því sem mér er kunnugt, hefur ekkert gert til að koma í veg fyrir þessa hættulegu sótt. Ef duglegur amtmaður hefði tekið í taumana, hefði hún verið stöðvuð í byrjun. Vissulega hafa hinir dauðu tekið síðasta andvarpið og líkamir þeirra hvíla í ró í dimmri gröf, en engu að siður getur maður alltof víða sannfærzt um, hvílíku tjóni, hvílikri eymd, sorg og söknuði far- sóttin hefur valdið meðal landsins barna. En hin háu yfirvöld ráða, og þau þurfa varla fyrst um sinn að svara til saka fyrir afskiptaleysi sitt, ég þori ekki að segja hirðuleysi og ódugnað, þó að það sé sannfæring mín, að farsóttin með hinum hræði- legu afleiðingum síniim geti stafað af fyrrnefndum eiginleikum hinna háu herra. J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.