Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 23

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 23
21 1882 10. læknishérað. Mislingasóttin kom hingað fyrst í júní og breiddist mjög skjótt út yfir allt. Veikin var fremur slcæð hér eins og annars staðar, og dóu úr henni ca. 5% í Hvanneyrarsókn. 11. og 12. læknishérað. Mislingaveikin kom hingað um miðjan júnímánuð, breiddist svo út á örstuttum tíma um bæði þessi umdæmi og fór sem logi yfir akur. Þó tókst einstöku héruðum að verja sig, t. d. Fnjóskadalnum sunnan til og suður- hluta Saurbæjarhrepps (Hólasókn). Veikin sjálf var fremur illkynjuð. Þó kom hún hvergi mér vitanlega fram í hinni asthenisku eða typhösu mynd. Af hinum „katarrhaliske symptomer“ bar eins og vanalega mikið á conjunctivitis og coryza, sem svo einstöku sinnum breiddist út til miðeyrans og þó einkum til barkans, og komu þá þráfaldlega mikil andþrengsli og sog líkt og í croup. Þráfaldlega kom fyrir niður- gangur, en hann stöðvaðist vanalega fljótt við hentugt mataræði og læknislyf. Hin versta og almennasta komplikation og sú, sem reið að fullu þeim sjúklingum, sem dóu, var lungnabólgan, bæði hin crouposa og þó oftar katarrhölsk. Ekki varð ég þess var, að hin katarrhalska pneumoni snerist í nokkrum sjúklingi upp í lungna- tæringu (tuberculosis), því síður að nokkur fengi „miliartuberculosis“. Veikinni var lokið í lok ágústmánaðar. Ég treysti mér ekki til að leiða neinum getum að því, hversu mannskæð þessi veiki hefur verið, því ég sá fæsta af sjúklingunum, einkum í hinum fjarlægari héruðum. 1 Akureyrarkaupstað eru 450 íbúar, og dóu 5 fullorðnir og 4 börn. í Hrafnagilshreppi eru hér um bil 380 íbúar, og dóu þar 4 fullorðnir og 5 börn. í Öngulsstaðahreppi eru hér um bil 465 íbúar, og dóu þar 2 konur, sem báðar fæddu í mislingunum, og dóu börnin einnig og 5 önnur börn. 15. læknishérað. Undir eins og póstskipsferðir gátu byrjað milli Reykjavíkur og Austurlands, fluttist mislingaveikin hingað. Veiki þessi gekk hér yfir allt Austur- land 1869 og var því ekki eins almenn nú. Samt lögðust nokkur hundruð hér í umdæmi. Manndauðinn var hér lítill sem enginn. Lágu þó sumir þungt bæði í bronchitis og pneumonia, en sumir í diarrhoea. Veikin byrjaði á Seyðisfirði í júní og hætti i október. 18. læknishérað. Frá miðjum maí til ágústloka geisuðu þungir mislingar. í héraðinu voru þá 3424 manns yngri en 36 ára. Af þeim veiktust 3410, og 136 dóu. Eftir aldri skiptast hinir dánu þannig: Frá 1—10 ára 104, frá 10—20 ára 2, frá 20—30 ára 20 og frá 30—36 ára 10. Talið er, að tveir menn um fertugsaldur hafi veikzt, þó að báðir hefðu fengið veikina áður. Algengustu fylgisjúkdómar voru bronchitis capillaris með kveljandi andþyngslum (Emetica reyndist vel, tart. stibiatus eða rad. ipecacuanhae). Pleuritis, en sjaldan greinileg lungnabólga. Angina og diplitheritis faucium var ekki óalgeng. Mjög algeng var profus salivation 1 eða 2 daga, en einna algengust var þrálát diarrhoea, sem tafði mjög afturbata. Lang- flestir fullorðnir misstu hárið að meira eða minna leyti. 19. læknishérað. Hvað mislingasóttina snertir, verður eigi annað sagt en hún hafi illkynjuð verið. Einkum virtist hún illkynjuð á þeiin, er voru komnir af barns- eða unglingsaldri, en einna vægust á ekki mjög ungum og stálpuðum börnum. Það, sem öðru fremur virtist einkenna hana, voru meiri eða minni brjóstþyngsli á nærfellt öllum. Hjá allmörgum voru pneumonia catarrhalis og bronchitis capillaris samfara veikinni, og urðu eigi allfáum að bana. Flestar gravid konur á síðara hluta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.