Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 34
1883
32
2. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Getið í 11 héruðum, sums staðar mjög illkynja.
1. læknishérað. 7 tilfelli. Öllum batnaði nema einu barni, þar sem veikin gekk
niður, og varð úr því croup eða hin svonefnda „barnaveiki", og deyði barnið á
stuttum tíma.
2. læknishérað. 5 tilfelli, 4 börn dóu.
3. læknishérað. Eitt barn dó úr barnaveiki.
5. læknishérað. Diphtheritis 27 tilfelli. Á þrem sjúklingum reyndi ég udskrab-
ning og penslun á eftir með sol. nitrit. argent., og tókust öll vel. Þó var lítið fljótari
bati á þeim en öðrum sjúklingum. Á þrem sá ég paralysis á eftir, sem batnaði án
meðala. Croup fengu 10. Af þeim tilfellum sá ég sjálfur ekki eitt einasta, en af
lýsingum áleit ég óhætt að diagnostisera croup, einkum af því að sjúklingarnir dóu
allir á stuttum tíma (24—48 tímum).
6. læknishérað. Diphtheritis og croup stungu sér niður og urðu þó nokkrum
börnum að bana.
10. læknishérað. 1 tilfelli. Barnið dó.
11. læknishérað. Croup hefur mjög litið gert vart við sig nema á einum bæ,
en þar dóu 3 börn.
12. læknishérað. Diphtheritis 3 tilfelli.
13. læknishérað. Var á 4 bæjum.
15. læknishérað. Croup 2 tilfelli, diphtheritis 7.
17. læknishérað. Diphtheritis 1 tilfelli, banvænt.
3. Inflúenza.
7. tæknishérað. Gekk um sumarið í suðurhluta Barðastrandarsýslu.
4. Rauðir hundar (rubeolae).
Gengu mjög víða á landinu og lögðust aðallega á börn og ungt fólk, en voru
yfirleitt vægir. Sumir fengu hálsbólgu, og urðu þeir að jafnaði veikari en aðrir.
Ekki er unnt að fullyrða, hvort skarlatssótt kann að hafa gengið samtímis.
3. læknishérað. Gengu um allt héraðið síðustu þrjá mánuði ársins, en lögðust
aðallega á börn og ungt fólk og voru yfirleitt mjög vægir. Min var því leitað aðeins
í fáum tilfellum, þegar hiti varð hár og einkum þegar hálsbólga fylgdi. Enginn dó
úr veikinni.
6. læknishérað. Um haustið tóku rauðir hundar að geisa og breiddust smám
saman út um allt héraðið. Þeir tóku að kalla öll börn. Þeir voru mjög vægir, þó
að hálsbólgan, sem fylgdi þeim, liti stöku sinnum alvarlega út.
9. læknishérað. Rauðhundasóttin mun bafa dreifzt út um allt héraðið. Hún var
að vanda mjög væg og með öllu hættulaus.
12. læknishérað. Engar farsóttir hafa gengið nema „rauðir hundar“. Þeir hafa
verið mjög vægir, og veit ég ekki til, að neinn hafi dáið úr þeim.