Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 52
1884
50
Langvinnt lungnakvef.
1. læknishérað. Hér hef ég eins og að undanförnu séð fjölda marga sjúklinga,
sem lungnaveikir hafa verið og þá oftast af langvinnu lungnakvefi, sem menn hér
svo almennt vanrækja, þar sem þeir ár út og ár inn ganga til allrar vinnu, hvernig
sem viðrar, hóstandi með meiri og minni uppgangi frá lungunum.
Meliingars júkdómar.
1. læknishérað. Magasjúkdómar hafa eins og ávallt áður sýnt sig mjög algengir og
þá einkum króniskur magakatarr. Þessi kvilli er hér mjög algengur, eins og eðlilegt
er, þegar litið er til mataræðis og til óreglu í máltíðum.
2. læknishérað. Ulcus ventriculi 3.
5. læknishérað. UIcus ventriculi 1, katarr margir.
7. læknishérað. Auk sullaveiki, gigtar og tíðatruflana hafa ýmsir sjúkdómar í
meltingarfærum verið algengastir, efalaust oft vegna ónógrar og óhollrar fæðu.
9. læknishérað. Ulcus ventriculi 1, catarrhus ventriculi 3, intestinalis 18.
10. læknishérað. Ulcus ventriculi 1 tilfelli.
12. læknishérað. UIcus ventriculi 3 tilfelli.
17. læknishérað. UIcus ventriculi 9 tilfelli.
20. læknishérað. Ulcus ventriculi 1 tilfelli.
Miltisbrandur (anthrax).
1. læknishérað. Furunculosis og anthrax æði mörg tilfelli. Lá við sjálft, að einn
gamall maður með anthrax aftan á hálsinum dæi.
18. læknishérað. 2 tilfelli.
Móðursýki.
Tilgreind eru í tölum 148 tilfelli af hysteria í 7 héruðum, 24 af hypochondria í
6 héruðum, 3 af neurosis í 1 héraði, 5 af melancholia í 1 héraði og 1 af mb. mentalis
í 1 héraði.
1. læknishérað. Móðursýki í öllum hennar myndum hefur eins og ávallt að
undanförnu verið einhver almennasti sjúkdómur, og þó eru langtum fleiri móður-
sjúkir, sem eigi leita læknisráða.
Reformur.
2. læknishérað. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef safnað um þennan sjúkdóm,
bæði hér og á Norðurlandi (1881—82), virðist svo, að hann sé arfgengur. Dr. Jón
Finsen segir í bók sinni: „Iagttagelser angaaende sygdomsforholdene i Island“, að
mikil líkindi séu til, að hann sé næmur, og dregur það af því, að hann hafi hitt
hann á tveim systrum, sem lágu báðar í sama rúmi. En slíkt er að minni ætlun engin
sönnun fyrir sóttnæmi veikinnar, en miklu meiri Iíkindi til, að systurnar hafi erft
hana af foreldrunum eða ættmennum sínum.
Skyrb júgur.
2. læknishérað. 75 tilfelli. Skyrbjúgurinn, sem var mjög almennur á fólki hið
fyrra ár, gerði þegar vart við sig í febrúarmánuði í Höfnunum og litlu síðar í öðrum
veiðistöðvum.
15. læknishérað, 5 tilfelli,