Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 55
53
1884
melancholia 1, neuralgia brachii 1, obstipatio 1, orchitis 1, panaritium 1, periostitis
3, tumor albus 1, t. echinococc. 2, vulnus contusum frontis 1. Helztu aðgerðir:
Amputatio cruris 1, amp. femoris 1.
Hvorki hefur sjúkrahúsið auðgazt að verkfærum né áhöldum umliðið ár, og
má það nú heita allslaust af öllu, sem til sjúkrahúss heyrir, nema rúmum, rúm-
fatnaði og fötum handa sjúklingunum, enda er efnahagur þess nú svo bágkominn,
að þeir, sem um það eiga að sjá, treystast ekki að greiða lækninum sómasamleg
laun fyrir ómak hans og hafa því gert þá ráðstöfun, að sjúkrahúsið aðeins veiti
sjúklingum eftirleiðis fæði, húsnæði, aðhjúkrun og þjónustu fyrir 85 aura á dag,
en læknishjálp verði sjúklingar sjálfir eða þeir, sem að þeim standa, að vera sér
úti um og greiða fyrir. Er því nú helzt útlit fyrir, að þessi nauðsynlega og þarflega
stofnun smátt og smátt muni líða undir lok. — Læknirinn leggur til, að Alþingi
veiti sjúkrahúsinu 800 kr. á ári í stað 400, sem það hafði fengið.
15. læknishérað. Á arntið hef ég skorað að hlutast til um, að spítali komist
hér upp sem fyrst, og gengur það mál líklega til þings í sumar. Hér er mikil þörf,
og þar sem þrír læknar eru svo nálægt hver öðrum, ætti að vera hægt að fá assistance.
2. Þrifnaður.
2. læknishérað. Þetta ár hef ég skrifað öllum lireppsnefndum og skorað á þær
að brýna fyrir mönnum að útrýma þessum svokölluðu forarvilpum frá bæjardyrum,
sem víða eru, og setja þær að húsabaki, þar eð slíkt eykur ódaun og óhollt loft í
híbýlum manna. Auk þess er það óþrifnaðarmerki að hafa þessar forir með öllu
slori og öllu skarni og skolpi, hverju nafni sem nefnist, svo að segja fyrir nefinu á
hverjum manni, sem kemur að bænum. Þar eð hér hefur ekki verið vandi að gera
í kringum eða refta yfir nokkra af slíkum forum og ekki heldur að bera nokkuð
í þær, er eyði ódauninum, er upp af þeim leggur, einkum í hitum, þá hef ég og
skorað á hreppsnefndirnar að sjá um: 1) að menn geri í kringum forirnar eða
refti yfir þær, og 2) að menn beri í þær við og við, annaðhvort smámulda veggja-
mold eða nokkuð af vitriol-vatni. Þessar ráðstafanir mínar hafa enn sýnt lítinn
árangur.
3. Bólusetning.
1. læknishérað. Bólusetning fór fram í apríl.
2. læknishérað. Fór víðast fram.
4. læknishérað. Fór óaðfinnanlega fram.
5. læknishérað. Þetta ár eru sérstakir bólusetjarar settir af amtinu í hvern
hrepp, og bólusetningin kemst nú í lag.
18. læknishérað. Fór fram alls staðar í héraðinu.
4. Skýrslugerð héraðslækna.
4. læknishérað. Eftir skipun herra landlæknisins byrjaði ég að halda journal
yfir alla þá sjúklinga, sem ég fékk til meðferðar, en verð að játa, að mér var með