Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 71

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 71
69 1835 hinn 21. september 1883 til að stofna lyfjabúð á Seyðisfirði. Skömmu eftir stofnun hennar fórst apótekarinn í snjóflóði, og var þá lyfjabúðin lögð niður. Á ísafirði var sett á stofn útibú frá lyfjabúðinni í Stykkishólmi árið 1885, en það var lagt niður vegna fjárskorts. Hinar lyfjabúðirnar hafa verið skoðaðar reglulega, ýmist af land- lækni eða héraðslæknum, og hafa þær reynzt vel birgar að lyfjum. 4. Hollustuhættir. Landlæknir ritar: Heilbrigðishættir (hygiejnen) standa á mjög lágu stigi á ís- landi, og maður hlýtur að undrast, að svo almennt skeytingarleysi um mikilvægustu reglur heilbrigðisfræðinnar skuli ekki valda meira heilsutjóni en raun er á. Híbýlin, sem yfirleitt eru úr torfi, grjóti og timbri, eru óþétt, rök og saggasöm. Herbergin, sem fólk sefur í, eru oftast alltof lítil. Það er ekki sjaldgæft, að loftrými á mann sé minna en 100 rúmfet. íslenzku skórnir eru þannig, að menn eru sífellt blautir í fæturna í úrkomutíð. Mataræði er mjög mismunandi eftir stöðum og árstíðum. Á sumum tímum og sumum stöðum er matur nægur og kjarngóður, svo að jaðrar við sóun á kjöti, feiti og smjöri, en á öðrum tímum, einkum í fiskiþorpum, er hann bæði lítill og vondur, oftast aðeins vatnsgrautur og kaffi. Geymslu á matvælum og matreiðslu er oft ábótavant og maturinn því ólystugur. Á hinn bóginn er mjög lofs- vert, að blóði sláturfjár er haldið vandlega til haga og úr því gerð holl og góð fæða. Lús, kláði og geitur, fylgifiskar fátæktarinnar, er því miður mjög algengt meðal alþýðu. í kaupstöðum og nágrenni þeirra er drukkið talsvert brennivín, en dagleg neyzla þess er ekki algang í landinu, og notkunin á mann er minni en t. d. í Danmörku. 5. Læknaskipun og skýrslugerð. Um læknaskipun í landinu segir landlæknir: Samkvæmt lögum frá 15. október 1875 var læknaskipuninni breytt þannig, að landinu var skipt í 20 læknishéruð, sem öll eru skipuð nema Austur-Skaftafellshérað, sem gegnt er af lækninum á Eskifirði. Að tillögu landlæknis voru stofnuð 3 aukalæknishéruð, á Seyðisfirði, Akranesi og í Dalasýslu. — í bréfi 31. ágúst 1883 fór ég fram á, að héraðslæknar telji sérstaklega fram þá sjúklinga, sem þeir hafa séð og rannsakað, og sérstaklega þá, sem þeir hafa haft til meðferðar án þess að sjá þá. 6. Bólusetning. Um bólusetningu ritar landlæknir: Yfirleitt er góð regla á bólusetningu, þó að erfitt sé að dreifa bóluefninu í svo strjálbýlu landi. Tilmæli mín til konunglegu bóluefnisstofnunarinnar árið 1882 um að fá meira bóluefni virðast ekki hafa borið æskilegan árangur. I. læknishérað. Bólusetning fór fram. 4. læknishérað. Fór fram á venjulegan hátt. II. læknishérað. Hef ástæðu til að ætla, að lítið hafi verið átt við bólusetningar. 18. læknishérað. Bólusetning fór fram alls staðar í héraðinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.