Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 85
83
1887
5. læknishérað. 5 tilfelli á farsóttaskrá.
7. læknishérað. Taugaveikin, sem skýrt er frá i síðustu skýrslu, hélt áfram
fyrstu mánuði ársins í norðurhluta Strandasýslu, en dó út um miðjan marzmánuð.
8. læknishérað. Febris typhoidea gerði vart við sig á tveimur bæjum, og vannst
allt heimilisfólkið, að einum undanteknum, upp á öðrum þeirra, liðlega 20 manns,
þannig að hver tók við af öðrum. Orsökin var án efa slæmt drykkjarvatn, þar sem
vatnsbólið lá skammt fyrir neðan haugstæðið, þótt það að vísu væri umgirt. En
eftir hinar geysimiklu rigningar i sumar var meiri ástæða til, að rotnuð efni bærust
með vatninu lengra niður i jörðina en að undanförnu, enda batnaði heilbrigðis-
ástandið á bænum, undir eins og hætt var að nota vatn úr því vatnsbóli.
9. læknishérað. 41 tilfelli. Taugaveiki kom upp á Miklabæ í Óslandshlíð, og
lagðist allt eða flest heimilisfólkið, og hjón dóu. Veikin breiddist eigi lit þaðan,
enda voru samgöngur við heimilið stranglega bannaðar. í ágústmánuði fluttist tauga-
veiki inn í héraðið með manni nokkrum sunnan úr Borgarfirði. Veiktust þá all-
margir bæði á Sauðárkróki og viðar. Ég þorði ekki að láta hefta samgöngur við hin
sýktu heimili með ströngu banni, sökum þess að ég hafði verið kærður fyrir fram-
komu mína í taugaveikinni á Miklabæ. Flest tilfelli í veiki þessari voru mjög væg,
en þó komu fyrir allskæð tilfelli. Úr veikinni hafa dáið 6 sjúklingar. Þess er ef til
vill getandi, að ég viðhafði mest salicylsýru sem sóttveikismeðal, og virðist mér hún
reynast fullt svo vel sem chinin. Ég réð mönnum til að viðhafa svo mikið hreinlæti
sem unnt væri, og hinir sýktu bæir voru desinficeraðir, eftir því sem við varð komið.
10. læknishérað. 2 tilfelli.
11. læknishérað. Ekki hefur orðið vart við taugaveiki þetta ár.
12. lælcnishérað. Taugaveiki var á tveimur bæjum og mun hafa tekið nálega
hvert mannsbarn. Þó er mér ekki kunnugt um, að úr henni hafi dáið nema 1 maður.
1í. læknishérað. Typhus abdominalis var á 9 bæjum, og dóu 7, þar af 4 á einum
bæ, en eigi veit ég, hvað mortalitet þessari hefur valdið, því að ég var þá eigi heima.
Veiki þessi tók einn til tvo bæi í hrepp, og vissu menn eigi til, að samgöngur hefðu
orðið nema frá 2 bæjum, og á öðrum bænum, þar sem 4 létust, hafði eigi borið á
veikinni i 3 til 4 mánuði, en þó (?) lögðust 6 menn á bæ þeim, er maður frá fyrr-
nefndu heimili var nætursakir á, og dó ein unglingsstúlka.
15. læknishérað. 31 tilfelli. Um tíma var febris typhoidea á tveimur bæjum
í Breiðdal, og tókst að takmarka veikina þar. Á þriðja bænum fékk einn veikina,
en hvort hann hefur fengið hana af hinum, er ekki víst, þar eð hann lagðist tals-
vert seinna eftir ferð á Eskifjörð. Hann fékk pneumonia hypostatica og dó úr henni.
Annars dó enginn þar. Síðan hefur veikin komið fyrir sporadiskt, helzt á Reyðar-
firði og á einum bæ í Fáskrúðsfirði. I júlí og ágúst var veikin æði þung á Héraði,
einkum Kjerúlfs. Ég þjónaði því umdæmi, þegar mín var leitað. Sóttin var megnust
í Tungunni, og nokkrir dóu þar.
5. Blóðsótt og iðrakvef (dvsenteria et eatarrlius intestinalis acutus).
Hvergi er blóðsóttar getið á árinu, en tilgreind eru með tölum alls 255 tilfelli
af iðrakvefi, og dóu nokkrir af völdum þess.