Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 86
1887
84
1. læknishérað. Cholerina 3 tilfelli.
4. læknishérað. 16 tilfelli. Iðrakvef, sem gekk hér í fyrra, hélt áfram í ár, en
var hvorki eins útbreitt né heiftugt.
5. læknishérað. 114 tilfelli á farsóttaskrá. Cholerina-eiiidemian var fyrst sporadisk,
en siðan veiktust fleiri og fleiri. Epidemian var fremur áköf, og fengu margir
sjúklinganna krampa, einkum í fótleggina, og vatnsþunna stólganga.
6. læknishérað. Cholerina var allalgeng um haustið, og varð hún að bana
nokkrum smábörnum og stöku gamalmenni.
7. læknishérað. Cholerina varð útbreidd, og dóu 2 börn úr henni.
8. læknishérað. Nú í haust hefur víða gert vart við sig niðurgangur, og er það
eigi óalmennt, að hann gangi hér yfir að haustinu til, án þess að ég geti bent á
ástæður, ef það eigi stendur í sambandi við breytingu á mataræði.
9. læknishérað. 15 tilfelli.
12. læknishérað. 11 tilfelli.
15. læknishérað. Cholerina 5, diarrhoea 44 tilfelli.
16. læknishérað. 58 tilfelli.
6. Heimakoma (erysipelas).
Tilgreind eru með tölum 43 tilfelli í 10 héruðum, og tekið er fram, að einn
sjúklingur hafi dáið. Læknar hafa ekkert sérstakt um veikina að segja.
7. Gigtsótt (febris rheumatica).
Aðeins getið 1 tilfellis í 8. læknishéraði.
8. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Allmikið var um lungnabólgu á árinu, en læknar tilgreina í tölum aðeins 37
tilfelli og geta 10 mannsláta.
I. læknishérað. 9 tilfelli. Nú og undanfarin ár hefur svo til ekkert borið á
lungnabólgu vormánuðina, eins og var fyrir allmörgum árum.
4. læknishérað. 4 tilfelli, 1 sjúklingur dó.
7. læknishérað. 2 tilfelli, og lifðu báðir sjúklingarnir.
8. læknishérað. Lungnabólga er hér í Húnavatnssýslu í samanburði við aðrar
sýslur mjög tíð. Þó hafa þetta ár iniklu færri veikzt úr henni heldur en undanfarin
ár, að svo miklu Ieyti sem mér er kunnugt.
9. læknishérað. 11 tilfelli.
10. læknishérað. Mörg tilfelli, 2 sjúklingar dóu.
II. læknishérað. Fyrra helming ársins gekk hér lungnabólga, en minna bar á
henni síðara hluta þess. Tók hún sjúklingana injög geyst og kom jafnaðarlega
báðum megin í lungun og reið þeim að fullu á fáum dögum. Þannig var hér óvana-
lega mikill manndauði af hennar völdum.
12. læknishérað. 3 tilfelli, 1 mannslát.
13. læknishérað. Á öndverðu árinu stakk sér niður hér og hvar lungnabólga,
helzt hjá gömlu fólki, og varð 3 mönnurn að bana, enda voru þeir ailir komnir á
efra aldur.