Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 89
87
1887
19. læknishérað. Af lepra eru í sýslunni sem mér eru kunnug 3 tilfelli.
20. læknishérað. Þrjár persónur eru hér holdsveikar.
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Af henni voru mjög mörg tilfelli, en ekki verður komizt nærri um fjölda þeirra.
Landlæknir lætur þess getið, að ekki sjáist enn mikill árangur af áminningum lækna
um að gæta hreinlætis og varúðar í umgengni við hunda.
I. læknishérað. 2 tilfelli.
4. læknishérað. Hydatides pulmonum 2, tumores hepatici et abdominis (hyda-
tides?) 19.
5. læknishérað. Af echinococcus hef ég þetta árið séð álíka mörg tilfelli og
undanfarin ár, en fæstir komið til meðferðar. Þrjár ástungur hef ég gert. Einn
sjúklingurinn dó.
8. læknishérað. Sullaveiki er hér mjög sjaldgæf. Ég hef þetta ár aðeins séð
einn sjúkling með þeirri veiki, en ég verð líka að geta þess, að það er meira og
meira að ryðja sér til rúms meðal almennings varfærni í tilliti til hunda, þar sem
menn meira og meira kannast við, að sullaveikin muni stafa frá þeim, og hafa í þessu
tilliti bæklingur dr. Jónassens og viðvaranir í blöðunum, auk sífelldra áminninga
minna. haft töluverð áhrif á menn.
9. læknishérað. Echinococcus hepatis 5 tilfelli.
10. læknishérað. Einn sjúklingur í meðferð.
II. læknishérað. Fá tilfelli hef ég haft af sullaveiki og engan sjúkling brennt
með aðferð Recamiers.
12. læknishérað. Echinococcus pulmonum 1, hepatis 4.
Í4. læknishérað. Úr hydatides hafa dáið 2 unglingsmenn og 1 aldraður kven-
maður.
15. læknishérað. Echinococcus 34 tilfelli, þar af 26 í lifur, svo að víst sé.
16. læknishérað. Echinococcus hepatis 7, pulmonum 2.
18. læknishérað. Af sullaveikissjúklingum hef ég aðeins ópererað einn á árinu.
19. læknishérað. Af echinococcus-sjúklingum 3 punkteraðir, drengur 8 ára, stúlka
15 ára og önnur 25 ára með cura completa, þrátt fyrir það þó önnur stúlkan liði af
hektiskum feber ca. 10 vikur, en önnur af dementia í ca. 2 vikur. Eftir minni
reynslu er punktur með fínum troicart með liggjandi kanyle quoad vitam mjög hættu-
laus, þar sem í mínum tilfellum enginn sjúklingur hefur dáið fyrri en hættan af
punkturu var fyrir löngu hjá liðin. Eftir 3 daga hef ég vanalega punkterað með
grófum troicart á sama stað. Að vísu kemur oft lokal peritonitis eftir 2 eða 3 daga
eftir hina fyrri punktur, en hverfur eftir 2 eða 3 daga með nokkrum feber, einkum sé
tumor lítill, en sé tumor stór, virðist hættan fyrir feber og peritonitis minni, sem getur
hugsazt að komi af því, að í fleiri tilfellum sé adhaesio. Sem sagt, punktur með
fínum troicart með liggjandi kanyle og svo aftur punktur eftir 3 daga með grófum
troicart eða, sé spenningur mjög lítill, eftir nokkurn tíma á sama stað með grófum
troicart, einnig með liggjandi kanyle, þangað til hún sjálf losnar, er sú aðferð, sem
ég hrúka vanalega, þar sem ég ekki þykist alveg viss um adhaesio, sem oftast er