Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 96

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 96
1888 94 landið nærri því á hverju ári, einu sinni eða oftar, virðist ekki einungis orðin fátíðari, heldur einnig miklu vægari, siðan mislingarnir gengu árið 1882, og nú heyrir maður sjaldan nefnda kvefsótt. 4. Rauðir hundar (rubeolae). Skráð eru 309 tilfelli í 10 héruðum, og hefur því orðið nokkur faraldur að. Landlæknir telur veikina orðna landlæga. Hann lætur þess getið, að hún líkist stund- um skarlatssótt, og er sennilegt, að læknar rugli stundum saman skarlatssótt og rauðum hundum. 1. læknishérað. Hinir svonefndu „rauðu hundar", sem gengu hér almennt yfir á síðasta ári, héldu áfram að sýna sig við og við fram eftir þessu ári. 2. læknishérað. Læknir sá 2 tilfelli og telur þar hafa verið hin vanalegu ein- kenni rubeolae: dálítill feber með höfuðverk og beinverkjum og svo útsláttur, sem kom eftir 2—3 daga, punktmyndaður, fyrst merktur á handleggjum, úlnliðum og fótum. 1 báðum þessurn tilfellum var rubeola scarlatinosa, en svo kalla ég hana, af því að angina fylgdi og „afskalning“ varð af húðinni, þegar exanthemið var horfið. — Veikin var væg á flestum, en þung tilfelli komu fyrir. 6. læknishérað. Rauðu hundarnir lögðust aðallega á börn og stöku unglinga. Þeir voru yfirleitt vægir, og læknis var aðeins vitjað hér í foænum. Oft fylgdi þeim niðurgangur, sem stundum varð langvinnur. 7. læknishérað. Nokkur tilfelli. 15. læknishérað. Læknis vitjað 29 sinnum vegna rubeolae, af því að hún var með þyngra móti. — í flestum tilfellum var angina tonsillaris meira eða minna samfara. 16. læknishérað. Á farsóttaskrá eru 3 taldir dánir úr rubeolae. 5. Hettusótt (angina parotidea). A skrá 2 tilfelli í 2 héruðum. 6. Taugaveiki (febris typhoidea). Talin eru fram 158 tilfelli (landlæknir 149) í 14 héruðum. Úr sóttinni eru 16 manns taldir dánir. 1. læknishérað. Á Kjalarnesi hefur mikinn part ársins verið nokkuð kranksamt, og virðist aðalveikin hafa verið taugaveiki. Hún virðist hafa verið heldur næm, því ekki hefur annað þurft til en að einhver af þeim bæjum, þar sem veikin hefur legið í einhverjum, hafi verið nótt á öðrum bæ, og hefur þá æði oft borið við, að einhver hafi skömmu eftir lagzt í sömu sótt. Að öðru leyti hafa eigi allfá tilfelli komið fyrir hér í umdæminu. Eigi hefur veikin verið skæð, 1—2 hafa dáið. 9. læknishérað. Taugaveikin hélt áfram tvo fyrstu mánuði ársins, og dó þá einn maður. í júlí kom hún upp aftur, og dó þá einn kvenmaður, og annar varð brjálaður. 15. læknishérað. Af þeim 37 sjúklingum, sem ég þetta ár hef meðhöndlað fyrir abdominaltyphus, voru 14 á einu heimili hér i kaupstaðnum, og stafaði veikin þar beinlínis af skemmdu neyzluvatni og skemmdri mjólk úr kúnum, sem fengu sama
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.