Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 96
1888
94
landið nærri því á hverju ári, einu sinni eða oftar, virðist ekki einungis orðin fátíðari,
heldur einnig miklu vægari, siðan mislingarnir gengu árið 1882, og nú heyrir maður
sjaldan nefnda kvefsótt.
4. Rauðir hundar (rubeolae).
Skráð eru 309 tilfelli í 10 héruðum, og hefur því orðið nokkur faraldur að.
Landlæknir telur veikina orðna landlæga. Hann lætur þess getið, að hún líkist stund-
um skarlatssótt, og er sennilegt, að læknar rugli stundum saman skarlatssótt og
rauðum hundum.
1. læknishérað. Hinir svonefndu „rauðu hundar", sem gengu hér almennt yfir
á síðasta ári, héldu áfram að sýna sig við og við fram eftir þessu ári.
2. læknishérað. Læknir sá 2 tilfelli og telur þar hafa verið hin vanalegu ein-
kenni rubeolae: dálítill feber með höfuðverk og beinverkjum og svo útsláttur, sem
kom eftir 2—3 daga, punktmyndaður, fyrst merktur á handleggjum, úlnliðum og
fótum. 1 báðum þessurn tilfellum var rubeola scarlatinosa, en svo kalla ég hana, af
því að angina fylgdi og „afskalning“ varð af húðinni, þegar exanthemið var horfið.
— Veikin var væg á flestum, en þung tilfelli komu fyrir.
6. læknishérað. Rauðu hundarnir lögðust aðallega á börn og stöku unglinga.
Þeir voru yfirleitt vægir, og læknis var aðeins vitjað hér í foænum. Oft fylgdi þeim
niðurgangur, sem stundum varð langvinnur.
7. læknishérað. Nokkur tilfelli.
15. læknishérað. Læknis vitjað 29 sinnum vegna rubeolae, af því að hún var
með þyngra móti. — í flestum tilfellum var angina tonsillaris meira eða minna
samfara.
16. læknishérað. Á farsóttaskrá eru 3 taldir dánir úr rubeolae.
5. Hettusótt (angina parotidea).
A skrá 2 tilfelli í 2 héruðum.
6. Taugaveiki (febris typhoidea).
Talin eru fram 158 tilfelli (landlæknir 149) í 14 héruðum. Úr sóttinni eru 16
manns taldir dánir.
1. læknishérað. Á Kjalarnesi hefur mikinn part ársins verið nokkuð kranksamt,
og virðist aðalveikin hafa verið taugaveiki. Hún virðist hafa verið heldur næm, því
ekki hefur annað þurft til en að einhver af þeim bæjum, þar sem veikin hefur legið
í einhverjum, hafi verið nótt á öðrum bæ, og hefur þá æði oft borið við, að einhver
hafi skömmu eftir lagzt í sömu sótt. Að öðru leyti hafa eigi allfá tilfelli komið fyrir
hér í umdæminu. Eigi hefur veikin verið skæð, 1—2 hafa dáið.
9. læknishérað. Taugaveikin hélt áfram tvo fyrstu mánuði ársins, og dó þá einn
maður. í júlí kom hún upp aftur, og dó þá einn kvenmaður, og annar varð brjálaður.
15. læknishérað. Af þeim 37 sjúklingum, sem ég þetta ár hef meðhöndlað fyrir
abdominaltyphus, voru 14 á einu heimili hér i kaupstaðnum, og stafaði veikin þar
beinlínis af skemmdu neyzluvatni og skemmdri mjólk úr kúnum, sem fengu sama