Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 102

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 102
1888 100 Tíðateppa. 17. læknishérað. Tíðir stöðvuðust hjá ungri stúlku eftir ofkælingu. Eftir það fékk hún regluleg hóstaköst með blóðspýtingi á hverjum degi, og kom stundum talsvert blóð upp. Hún hafði aldrei haft brjóstsjúkdóm, og Iungun virtust heilbrigð við rannsókn. Hún var skoðuð 3 mánuðum eftir að blóðspýtingurinn hófst, og var hún þá mjög máttfarin og blóðlítil, en þegar tíðirnar komust í lag, hætti blóð- spýtingurinn, og hún hefur verið frísk siðan. Vansköpun. 20. læknishérað. Hér fæddist vanskapað barn (androgynus). Membrum virile var mjög lítið, engin þvagrásarpípa í því, þvagpípuopið var neðan við membrum, eistun voru ekki niðri. Barn þetta dafnaði lítið, var sífellt veikt af lungnapípubólgu, magaveiki o. fl. og dó eftir um 3 mánuði. III. Fæðingar. 1. læknishérað. Tangarfæðing 4 sinnum vegna adynamia, rigiditas eða þrengsla. 2. læknishérað. Læknir viðstaddur eina tvíburafæðingu. Náði síðara barninu með extractio. 3. læknishérað. Ein óeðlileg fæðing. Konan, 40 ára gömul multipara, var komin í fæðingu 48 klst. áður en ég kom, þar sem ég var á ferðalagi í öðrum enda héraðs- ins. Vatnið var íarið fyrir löngu, orificium vítt og höfuðið í annarri hvirfilstöðu sat fast í efra grindaropinu. Grindin virtist nokkuð þröng, hríðirnar, sem aldrei höfðu verið sterkar, voru orðnar mjög veikar. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir til að örva legið, lagði ég töng á, en gat ekki bifað höfðinu, þótt ég togaði af afli. Þar sem ég var örmagna af ferðalaginu og illa á inig kominn af svefnleysi, lét ég sækja kollega minn, Ólaf Guðmundsson á Akranesi. Þegar hann kom eftir nálega 7 klst., voru hríðir algerlega hættar. Töngin var lögð á aftur, en án árangurs, þó að hún lægi ágætlega á og við toguðum af kröftum til skiptis í % stundir með stutt- um hvíldum. Við gerðum því perforatio á höfði fóstursins, sem var dáið, og með mikilli fyrirhöfn tókst okkur að losa það og ná því fram. Á öxlunum stóð talsvert. Konan komst tiltölulega vel frá fæðingunni, fékk létta barnsfararsótt og lá í 6 vikur. 4. læknishérað. Þrjár tangarfæðingar, 1 framdráttur og 1 retentio placentae. Fylgjan var rotnuð, og konan dó úr pyaeini, rétt eftir að ég hafði náð fylgjunni. 6. læknishérað. Tvær tangarfæðingar. 7. læknishérað. Læknir sóttur sjö sinnum til sængurkvenna, og lifðu allar. 9. læknishérað. Tvær tangarfæðingar. Mæður og börn lifðu. Auk þess sóttar fyígjur. 11. læknishérað. Við eina örðuga barnsfæðingu hef ég verið. Konan var primipara og fæðingin fyrsta kollfæðing', höfuðið komið niður í litla grindarhol, óhreyfanlegt og konan sóttlaus, ekkert lífsmark með fóstrinu. Ég lagði fæðingartöngina á, og eftir að ég hafði dregið í klukkutíma, tókst mér loks að ná fóstrinu, sem var mjög stórt, höfuðið aflagað og höfuðbeinin brotin af átakinu. Á fóstrinu sáust rotnunar- merki. Konan var allhress á eftir og hefur siðan komizt til heilsu, en lengi varð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.