Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 113
111
1889
3. læknishérað. Eitrun 2 tilfelli. Níu mánaða barn drakk teskeið af karbololíu,
sem amman hélt, að væri lýsi. Stúlka, 4 ára, drakk matskeið af vítissteinsvatni og
fékk heiftarleg uppköst. Hún fékk mjólk og hráa eggjahvítu. Bæði börnin lifðu.
Ambustio 4, congelatio 2, contusio 7, corpus alienum oculi 1, distorsio 5, fract.
femoris 2, lux. cubiti 1, digiti 1, vulnus 7.
í. læknishérað. Combustio 3.
5. læknishérað. Contusiones variae el vulnera, þar af eitt stórt á crus með ljá.
7. læknishérað. Kal á fótum. Teknar af 8 tær. Lux. pollicis coinplicata með
eftirfarandi bólgu í hendi og framhandlegg og losi á beinflísum. Lux. manus 1,
fract. brachii 1.
9. læknishérað. Kal 1, handleggsbrot 1, axlarskekking 1, olnbogaskekking 1.
10. læknishérað. Vulnus contusum capitis 1. Stúlka hafði verið að þvo gólf og
fann, að eitthvað rakst upp í úlnliðinn. Fann um leið oddbrotna nál á gólfinu. Fékk
strax mikinn verk í úlnliðinn og leitaði því lækninga eftir 2 sólarhringa. Ég gerði
incisio og dró út nálarbrotið.
11. læknishérað. Fract. fibulae 1, antebrachii 1, lux. humeri 1. Engar aðrar
slysfarir, er teljandi séu, hafa komið fyrir í læknisdæmi þessu en hið hrapallega
og hörmulega slys Jóns heitins Sigurðssonar alþingismanns frá Gautlöndum, er
hann féll af hesti á Öxnadalsheiðí og dróst með hestinum spölkorn og marðist við
það mjög á baki og rispaðist af sandi og smásteinnybbum. Þegar ég skoðaði ineiðsli
hans í Bakkaseli, var allt bak sjúklingsins frá herðablöðum og niður á mjóhrygg
blátt og marið hingað og þangað, rispað og höggvið sundur af steineggjum. Þó voru
engin þessi sár djúp. Full voru þau af sandi og mold. Eftir nákvæma rannsókn
sannfærðist ég um, að ekkert var brotið. Þvoði síðan upp sár hans og lagði umbúðir
um. Eftir það var hann furðuhress og kvartaði Iítið, er ég yfirgaf hann með hinni
beztu von um bata. En eftir því sem mér var skýrt frá síðar. fór að bera á brjóst-
þyngslum þegar um kvöldið eftir að ég fór frá honum. Fóru þau sívaxandi næsta
dag og leiddu hann til dauða eftir þrjú dægur.
12. læknishérað. Combustio 5, compressio cerebri 1 (dó), congelatio 2, annar
dó, contusio 19, corpus alienuin auris 1, manus 1, distorsio 10, fract. antebrachii 1,
costae 1, femoris 1, vulnus 8.
13. læknishérað. 1 skotsár á árinu. Skotið tók burtu vöðvana af neðanverðum
handleggnum. Ulna var ósködduð og periosteum heilt. Dagar liðu, þar til ég kom
til mannsins. Sárið var þá úldið. og maðurinn hafði miklar kvalir í því, en batnaði
við karbólumvöf.
15. læknishérað. Járn slóst upp i auga á manni, og missti hann sjón á því.
Ambustio 9. Glerbrot í hálsi 1. Lux. humeri 1, fract. claviculae 1, cruris complicata
c. luxatione pedis 1 (dó úr gangraena), cranii 1 (heilinn lá úti, dó eftir 3 daga),
skotsár í crus c. fract. tibiae 1.
16. læknishérað. Distorsio 1, contusio 4, fract. radii 1, vulnus 3.
17. læknishérað. Distorsio 2, fract. claviculae 1, vulnus genus 1.
20. læknishérað. Distorsio 1, marið og flakandi sár á læri 1, skorin sár 2,
brunasár 1, drukknun 1.