Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 118

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 118
1890 116 9. læknishérað. Kveflandfarsóttin byrjaði snemma í júlímánuði. Var þá haldin svningarnefna á Akureyri í minningu landnáms Eyjafjarðar. Kvefsóttin fluttist til sýningar þessarar, og smitaðist fjöldi af sýningargestunum, og með því að sýningin var allfjölsótt úr Skagafirði, fluttist veikin á sama tíma víðs vegar um héraðið. Umbúningstlð veikinnar (stad. incubationis) var stutt, einn til þrír dagar. For- snertstíð (stad. prodromum) var óvíða sýnileg, því að veikin sjálf var allvíðast aðeins snertur (abortiv inflúenza). Þó þykist ég geta fullyrt, að sums staðar átti sér stað nokkur forsnertur, þar sem veikin var fullkomin. Landfarsótt þessi var mjög ólík því, sem hún áður hefur verið, þegar hún hefur gengið hér á landi, því að nú átti sér víða mjög lítið og jafnvel alls ekkert lungnakvef stað, heldur sýndi veikin sig einkum með meira og minna áköfum beinverkjum og höfuðþyngslum. Margir fengu og eyrnakvef (otitis media), og byrjaði veikin svo á eigi allfáum. Þó fengu margir lungnakvef, og dó úr því ein gömul kona, er áður var brjóstveik. Lungnakvefið gekk stundum yfir í lungnabólgu (pn. crouposa) eða lungnabólgan myndaðist í lungnakvefinu, án þess að kalda eða nokkur sýnileg byrjun á henni gerði vart við sig, en að öðru leyti gekk hún svo sem vandi er til. Einn ungur maður dó úr slíkri lungnabólgu. Sumir, og það fjölda margir, höfðu veiki þessa fáa daga (5—6), en aðrir svo vikum skipti. Eigi er gott að segja með vissu, hvort veiki þessi hefur haft veruleg áhrif á gamla sji'ikdóma, en dæmi veit ég þó til, að jullaveiki hefur magnazt eftir hana. — 2 taldir dánir. 10. læknishérað. Geisaði í sumar. 11. læknishérað. I júní og júlí gekk hér inflúenza, sem tók svo að segja hvert mannsbarn, unga sem gamla, og leituðu margir þeirra sér lækningar hjá skottu- læknum eða brúkuðu engin meðul. Ekki lagðist veikin almennt þungt á menn, og voru allflestir á fótum með hana, en með veikan mátt og voru lengi að ná sér eftir. Stundum var henni samfara lungtiabólga, og dóu 4 úr henni hér í kaupstaðnum og á næstu bæjum við hann. Lungnakvef var veikinni vanalega samfara og lagðist misjafnlega þungt á, en fáir munu hafa dáið úr því. 12. læknishérað. Engin lýsing er á inflúenzufaraldrinum, en 8 eru taldir dánir úr veikinni og 6 úr inflúenza c. pneumonia. 13. læknishérað. Byrjaði 1. júní og breiddist svo fljótt út, að undrum sætti. Þeir eru naumast teljandi, sem ekki tóku veikina, en misjöfn var hún á fólki. Börn sluppu langbezt, þar sem þau að öllum jafnaði voru ekki nema stuttan tíma (2—3 daga) vesæl af hita. Fullorðið fólk varð öllu verr fyrir, lungnabólgu fengu sumir, en þó helzt gamalmenni, og dóu hér 4 af þessari komplikation. Margir ungir og hraustir menn urðu þungt haldnir og lágu 2—3 vikur, og fengu hana sumir hvað eftir annað. /4. læknishérað. Bar fyrst á inflúenzu 10. júní. Eftir því sem ég hef getað rakið, barst veikin eingöngu með mönnum bæ frá bæ, og lögðust þeir venjulega 2—5 dögum, eftir að þeir ætluðu, að þeir hefðu orðið fyrir sóttnæminu. Flestir lágu aðeins fáa daga rúmfastir með megnri hitasótt, miklum svita, hósta og magnleysi, auk ýmissa annarra einkenna, er þó eigi voru staðföst, svo sem kalda milli herða, verkur í baki, höfði og eyrum. Þyngst lagðist veikin á menn frá 8—60 ára, enda lögðust nálega allir á þeim aldri, en mjög létt eða alls eigi á ungbörn og gamal-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.