Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 119
117
1890
tnenni. Veikin gekk fljótt yfir. Engir dóu nema þeir, sem drógust of lengi á ferð eða
fóru of snemma á fætur aftur. Þeir fengu lungnabólgu og dóu eftir fáa daga. Alls
munu hafa dáið 6 í héraðinu. Þegar á leið sumarið, lögðust stöku menn aftur
með sömu einkennum sem í infhíenzu. Þá fóru og ungbörn að leggjast, og lagðist
veikin mjög þungt á þau, enda dóu þá nokkur nýfædd börn. Þau, sem lifðu af,
lágu sum 6 vikur.
2. aukalæknishérað. Um miðjan júní fóru að verða brögð að inflúenzu, og
veiktust nærfellt allir af henni, meira og minna, ungir og gamlir. Aðeins fáeinir
fengu lungnabólgu, og einungis 2 dóu úr henni.
15. læknishérað. Inflúenzusóttin mátti heita hafa verið komin um allt Austur-
land í lok maímánaðar. Hún varð svo almenn, að hún mun varla hafa sleppt
nokkrum bæ, en mjög misjafnlega lagðist hún á. Aðalreglan var, að á börnum var
sóttin mjög væg, og ungbörn fengu alls ekki veikina. Allt finnst mér benda til, að
sóttin hér innanlands hafi útbreiðzt að minnsta kosti líka eða meðfram per contagium.
Veikin hætti í jiilí, og höfðu þá sjálfsagt um 3000 manns haft veikina, þótt ég ekki
veitti nema um 400 læknishjálp. Af þeim, sem ég gat séð sjálfur, fengu 25 croupus
pneumoni. Sóttin sjálf varaði á sumum ekki nema fáa daga, á öðrum 1 eða 2
vikur, á sumum komu recidiv. Flestir voru mjög lengi að ná sér, og sumir segjast
enn aldrei hafa orðið jafngóðir. Sóttin var ekki mannskæð. Flestir, sem dóu, dóu úr
pneumoni, 1 úr meningitis. Vanfærum konum varð veikin mjög þung og langvinn,
2 aborteruðu, 1 fæddi fyrir tímann og pneumoni deyddi 3. — 8 taldir dánir.
16. læknishérað. Gekk um allt héraðið í júní og júlí, en varð miklu vægari en
menn gátu búizt við, þar sem húsakynni eru víðast mjög bágborin og hreinlæti á
mjög lágu stigi. Nálega allir íbúar héraðsins veiktust meira og minna, en mjög
fáir dóu, aðeins nokkur gamalmenni, er fengu lungnabólgu upp úr veikinni. 1
nóvember barst inflúenzan hingað aftur af Austfjörðum og varð þá verri en um
sumarið, einkum á börnum. Aðeins fá börn og gamalmenni dóu þá úr lungnabólgu
og bronchitis capillaris.
17. læknishérað. í byrjun júní fluttist inflúenzan hingað, og má segja, að hver
maður hafi fengið hana. Mjög lagðist hún misjafnt á menn, og fengu sumir hana
upp aftur. Ekki varð hún mannskæð, og dóu aðeins 2 úr henni. í byrjun nóvember-
mánaðar tók sóttin sig upp aftur og var þá öllu verri en um sumarið. — 5 taldir
dánir á farsóttaskrá.
19. læknishérað. Inflúenzan sýndi sig hér sem sóttnæmur sjúkdómur og virtist
ekki mjög hættuleg, þegar varlega var farið, og fáir eða þvi nær engir hafa dáið,
sem ekki fengu fylgisjúkdóma, sem einkum voru lungnabólga og bronchitis. — 5
taldir dánir.
20. læknishérað. Kvefsóttin fluttist hingað með póstskipinu Láru 29. apríl,
stóð hæst um 20. mai og var um garð gengin eftir miðjan júní. Hún var einna
vægust í byrjuninni, en varð verri, er fram í sótti. Yfir höfuð var hún vægust á
börnum og gamalmennum. Versti fylgisjúkdómur var Iungnabólga, sem 15 fengu
(2 dóu), en auk þess fylgdi magakvef á nokkrum, eyrnabólga með útgangi úr eyrum
á nokkrum og gula á einum. — 3 taldir dánir.