Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 120
1890
118
4. Rauðir hundar (mbeolae).
Á skrá aðeins 1 tilfelli.
5. Kikhósti (tussis convulsiva).
Á skrá eru 797 tilfelli í 11 héruðum. Veikin var bæði næm og þung, og er ljóst,
að fjöldi barna hefur dáið úr henni, þar á meðal varla færri en 200 börn á 1. ári.
I. læknishéraS. Þegar inflúenzan var í rénun, tók kikhóstinn við. Greip hann
nálega öll börn meira eða minna og varð mjög skæður öllum ungum börnum. Dó
hér í bænum nálega hvert ungbarn, sem fékk hann. Hin eldri áttu flest lengi í honum.
Á farsóttaskrá eru aðeins 6 börn talin dáin úr veikinni, en landlæknir segir í
skýrslu sinni, að í Reykjavíkursókn hafi dáið 46 börn innan 10 ára um haustið, og
þótt ekki sé sagt beinum orðum, verður að skilja það svo, að hann telji þau flest
eða öll hafa dáið úr kikhósta.
3. læknishérad. Gekk seinna hluta ársins. Var talsvert illkynjaður. í mörgum
tilfellum fylgdi honum slæmt kvef og stundum lungnabólga. — Á farsóttaskrá eru
2 taldir dánir.
6. læknishérað. Snemma í ágúst kom upp kikhósti hér i kaupstaðnum, og
breiddist hann smám saman út þar og í nærsveitum. Hann tók nærri öll börn í
kaupstaðnum og nokkra fullorðna allt að 40 ára gömlum. Dóu úr honum eða fylgi-
sjúkdómum hans, einkum lungnabólgu, mörg börn, en þó sárfá eldri en ársgömul.
— Ca. 15 taldir dánir.
.9. læknishérað. Kikhóstinn byrjaði í september. Hann var vægur í fyrstu, en
fór smám saman versnandi og var skæðastur í nóvember, og dó úr honum fjöldi
barna. Flestum þeirra varð að bana þungt Iungnakvef, enda dóu einkum börn á
fyrsta og öðru ári. Tvö börn fengu krampa og dóu innan sólarhrings. Margt fulltíða
fólk fékk veikina. Jafnframt kikhóstanum gekk á stöku stað veiki á börnum, er
fremur líktist kveflandfarsótt en kikhósta, en samt hef ég talið þau tilfelli með
kikhóstanum. Ýmis brjóstineðul bef ég látið úti á móti kikhóstanum, þar á meðal
oxymel scillae, en enga verkun séð af neinu þeirra. Aftur á móti sýndist antifebrin
hafa eigi alllitla verkun, einkum þar sem lungnakvef fylgdi. Kjálkalyftingu hef ég
og reynt, og má með henni bæla niður hvert hóstakast, eða svo hefur hún reynzt
mér, en það er ekki svo auðvelt að lcoma henni við hér á landi til sveita, þar sem
sjúklingarnir eru svo langt frá lækni, en fáir hafa lag og kjark til að beita henni,
þó að þeim séu kennd handtökin. — 17 taldir dánir.
II. læknishérað. Kikhóstinn hefur geisað hér síðustu þrjá mánuði ársins. Veikin
varð mjög skæð hér, og hefur fjöldi barna dáið úr henni og fylgisjúkdómum hennar,
lungnabólgu og lungnakvefi. Hættast hefur unguin börnum á fyrsta ári verið, en
nokkur eldri börn hafa og dáið.
12. læknishérað. Úr kikhósta og inflúenzu eru 2 taldir dánir, úr kikhósta og
iðrakvefi 1 og úr kikhósta, iðrakvefi og inflúenzu 2.
13. læknishérað. Byrja$i seint í ágúst og tók fjölda marga, bæði börn og full-