Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Blaðsíða 12

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Blaðsíða 12
10 ang. simplex og follicularis, flest tilfellin væg, enginn dáið. Margir fá kverkabólgu aftur og aftur á sama ári. Fylgikvillar sjaldgæfir, t. d. febr. rheumat. og nvrnabólga. Ekkert hefir verið rannsakað, hvað veldur þessum afartíða kvilla, en annarsstaðar frá vita menn, að alls- kyns streptococcar eru aðalorsökin. Þingcijrar. Angina tonsillaris. Síðari hluta ársins, eða frá júlibyrjun, hefir hún gengið sem farsótt, breiðst ört út og verið talsvert þung á sumum. Mest kvað að henni undir áramótin. Hefir hún einkum tekið börn og unglinga en sárfátt af fullorðnu fólki. Slíkan faraldur sem þennan hefi ég ekki séð fyrr. Hún barst hús úr húsi og skildi fáa eftir á sumum heimilum. Sólthiti komst í mörgum yfir 40°. Stóð hann venjulega í 3—4 daga í þyngri tilfellum, en lengur, eða um viku, í þeim léttari. Oft voru tonsillae bólgnar báðumegin, og í öllum þyngri tilfellunum var skóf á þeim. í tveim tilfellum gróf í kirtlunum. Eng- inn dó úr veikinni, og alvarlegar afleiðingar virðist hún ekki hafa haft. Siðast á árinu var hún í för með kvefpest, sem þá tók að ganga, og var þá ekki auðgert að greina, hvað skrifast skyldi á skuldalista hvors um sig. Hestegrar. Hálsbólga. Vitjuðu 7 sjúklingar læknis með veikina, en miklu fleiri fengu hana. Siglufj. Angina tonsillaris gekk hér, eins og vant er, allt árið, en þó varð hún að epidemi hér í ágústmánuði; þá veiktust 70 manns, er til lækna komu, eða nærri 4%, ef miðað er við hér búsett fólk. Svarfdæla. Kverkabólga var fátíð fyrri hluta ársins (kverkabólga í för með mislingum og influensu var ekki skráð sem sérstakur sjúk- dómur), en síðari hluta ársins var hún með tíðara móti. í tveim sjúkl. gróf, svo að opna þurfti (abc. peritons.), á öðrum þeirra beggja megin, og var hann nokkuð þungt haldinn um tíma. Regkdæla. Hálshólga kom í Laugaskóla i febr., tók 25 nemendur, veikin væg og breiddist lítið út. í desember gekk aftur angina, einkum í skólanum, öllu þyngri en áður, skrásettir 50 sjúklingar. Fljótsdals. Angina tonsillaris barst í héraðið í maímánuði með skóla- fólki frá Eiðum. Útbreiðsla var ekki mikil, en þó var veikin viðloðandi til ársloka. Segðisfj. Angina tonsillaris kom fyrir flesta mánuði ársins. Eitt til- felli var grunsamt sem difteritis, og því gefið serum (þó engar skófir i hálsi), en vegna acut laryngostenose varð að gera tracheotomi i flýti, og bjargaðist sjúklingurinn (Færeyingur) á þann hátt. Norðfj. Angina tonsillaris; Ég geri ráð fyrir, að litið sé að græða á skýrslunum um þenna kvilla. Lítur út fyrir, að hann sé oftast á ferð- inni. Mín reynsla er með hálsbólgu og enda fleiri kvilla, að verði virkilegur faraldur að henni, þá vátji flestir læknis í byrjun, en berist svo út, að „þetta sé að ganga“, hætta menn að óttast það, og má því næstum segja, að því færri komi til skráningar, sem fleiri veikjast. Berufj. Angina tonsillaris hefir haldið áfram frá fyrra ári (sbr. fyrri árssk.), og bar talsvert á henni í janúar. Með haustinu fór hún aftur að gera vart við sig, og var, að því er virtist, epidemisk, bæði í Breiðdal og á Berufjarðarströnd, seint í okt. og snemma 1 nóv., en þar eð veikin var væg, var læknis litið vitjað, og því fáir skráðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.