Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Blaðsíða 59
57
5. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjiíklingafjöldi árin 1921 —29.
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Tala sjúkl...... 499 435 366 350 408 336 329 345 279
Læknar láta þessa getið.
livík. 84 sjúklingar skráðir, i'lestir sjúkl. í jan. (22) og sept. (14).
Skipaskaga. Scabies kom fyrir á einu heimili á fólki, er flutti hing-
!lð i kauptúnið í haust og var ineð kvillann þegar það kom.
Reykhóla. Kláði. Hans varð vart á 2 mönnum fullorðnum, sínum
!i hvoru heimili. Við rannsókn á heimilunum reyndust ekki fleiri
hafa þenna óþrifakvilla.
Hestegrar. Kláði. Hann fengu 4 sjúklingar á sama heimili, barst
nieð ferðamönnum, sem fengu gistingu á heimilinu.
Hólmavíknr. Kláði er viðloða í héraðinu.
Reyðarfj. Scahies kom fyrir í 14 tilfellum, þar af 7 tilfelli á tveim
heimilum. Sjálfsagt eru fleiri tilfelli, sem ekki koma til læknis. Sjúkl-
ingar skammast sin fyrir að láta lækni sjá sig og fara þá til skottu-
lækna.
Vestmannaeyja. Kláði. Hann hefjr gert vart við sig á 11 sjúkling-
iini, og hafa þeir fengið fulla bót jafnharðan og sjúkdómurinn hefir
verið þekktur. Veikin barst hingað af landi, einkuni með börnum
sem eru í sveit á sunirum. Voru það allt skólabörn og unglingar, og
höfðu suni þeirra smitazt af aðkomnum sjúklingum, sem þau höfðii
verið samvistum með.
6. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
8 júklingafjaldi 1921- 29:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Tala sjúkl. . . . . 101 110 73 84 125 108 114 131 85
Dánir 88 118 95 107 129 126 124 131 145
Skráningu krabbameinssjúklinga er mjög ábótavant, þar sem flest
árin deyja fleiri en skráðir eru, og munar miklu í ár. Geta þó varla ver-
ið mikil brögð að því, að menn deyi úr krabbameini án þess að hafa
vitjað læknis, og mætti búast við hinu, að þessir sjúklingar, margir,
væru einmitt tvítaldir, fyrst heima í sínu héraði og síðan í stærri spi-
talahéruðunum og einkum i Reykjavík, því að þangað leita flestir að
lokum. Er nauðsynlegt, að læknar tald sér hér fram, vandi fram-
tal sitt sem bezt og geti um hvar meinin sitja. Sjúklingafjöldinn er,
sem betur fer, ekki svo mikill, að þetta sé ofætlun.
Dánartölunni ætti að vera nokkurnveginn treystandi. Hún fer heldur
hækkandi síðustu árin, er orðin drjúgt hærri en fyrir 10 árum og
munar miklu meiru en fólksfjölguninni. En ekki er þó munurinn
meiri en svo, að trúlegt er, að nákvæmari greining sjúkdómsins og
áreiðanlegri dánarvottorð valdi.