Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Blaðsíða 57
ss
°g illkynja framan af aldarfjórðungnum og fram eftir honum, en
v*gari síðari árin.
Veikin breiðist út eins og hver önnur farsótt og sýkja þeir út frá
ser einkanlega sem brjóstveikir eru og eins þeir sem uppgang hafa
cn vinnufærir og ekki taldir veikir, leita sér máske aldrei lækninga
rða seint og síðar meir eftir að hafa verið smitberar um áratugi.
Launsmitun er afartíð. Pirquetspróf hefir sýnt, að meginþorri
skólabarna hér er ýmist launsmituð eða með veikina í augljósri
mynd.1)
Skynsamlegur aðbúnaður fólks, betra viðurværi og húsakynni á
eflaust mestan þátt í því, að veikin er nú vægari i bili en áður, því að
l*r veikinni dregur smámsaman ineð auknu viðnámi gegn henni, bæði
sf likamans eigin völdum, náttúrunnar völdum og af manna völdum.
Eijrarbakka. Berklaveikin er víst svo gömul í héraðinu, að enginn
getur sagt um uppruna hennar. Hún var hér og fannst hingað og
þangað, er ég kom hingað, og síðan rekst ég á hana hingað og þang-
fið á hverju ári, þó varla eins oft og búast hefði mátt við i svo mann-
mörgu héraði og þéttbýlu.
Margt virðist benda til þess, að margir smitist á æskuárum og
vin'ni slig á veikinni aftur af eigin rammleik. Tala berklaveikissjúkl-
inga vex hér lítið.
Grimsness. Um berklaveikina er það að segja, að eins og áður er
getið, hefir aldrei borið að ráði á sjúkdómnum i Grímsnesi, á Skeið-
um og í Laugardal. í Biskupstungum var hún um skeið útbreidd
nokkuð og alvarleg en virðist hafa rénað á síðustu árum. í Hrepp-
um ber nú mest á veikinni. Flestir þeir sjúklingar, sem slcrásettir
eru hér í héraðinu, eru úr þessum tveimur sveitum. Heldur virðist
mér að sjúklingum fækki einnig þar síðustu árin. Annars er skrá-
setningartalan sjálf við áramót hver villandi vegna þess, að fólk og
sjúklingar flytja út og koma inn í héraðið á vissum árstimum.
3. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1921.—29:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl. á Laugarnesi . . . 44 43 42 40 38 36 34 32 27
Sjúkl. í héruðum . . . . . 19 20 14 14 12 14 10 9 11
Samtals . . 63 63 56 54 50 50 44 41 39
í Rvík var skrásettur 1 sjúkl. utanhéraðs (úr Grímsneshéraði), og
er það eini sjúkl., sem talinn er á mánaðarskrám. En samkvæmt árs-
skýrslum, endurskoðuðum af yfirlækni Laugarnesspítalans, sem jafn-
an fylgist vel með þessum sjúklingum, eru taldir hér 11 sjúkl. utan
1) Leiðinleg villa hefir slæðzt inn i heilbr.skýrslu 1928 (bls. 30) um Pirquets
próf gert hér (þ. e. í Vestmannaeyjum) á skólabörnum barnaskólans og unglinga-
skólans. Af 304 börnum reyndust 108 + eða 152 börn og 16 unglingar, en því miður
eklci 55 börn eins og stenduriheilbr.sk.—A þessu ári hafa 207 börn reynzt Pirquet +.