Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 13
11
Vestmannaeyja. Hálsbólgu bar á í öllum mánuðum ársins, og er
hún hér landlæg. Hins vegar er liðagigt hér fátíð (1 tilfelli með mitral-
skemmd). Mest bar á hálsbólgu í apríl og svo aftur síðari hluta árs-
his (í október).
Rangár. Hálsbólga gekk hér aðallega í júní og júlí; var hún slæm;
gróf í mörgum og áttu sumir lengi i henni. Skrásettir eru um 50
sjúldingar, aðeins þeir, sem ég kom til — miklu fleiri sýktust. Engin
sérstök eftirköst, ekkert dauðsfall.
Eyrarbakka. Síðari heiming ársins hefir borið með meira móti á
angina tonsiilaris, en venjulega var hún ekki þyngri en svo, að læknir
var ekld sóttur, svo að ekki er að marka tölurnar. Þær segja aðeins
um þyngstu tilfellin, er voru oft með peritonsillarabscess, er þá þurfti
að opna. Aldrei kom fyrir mig tilfelli, er gæfi grun um difteritis.
Grímsnes. Hálsbólga var hér á ferð, eins og hún er oft vön, einkum
seinast á árinu í þetta skiptið. Flestir af þeim sjúklingum, i desember,
voru nemendur í Laugavatnsskóla. Var hún fremur erfið, með mikl-
um sárindum og oft yfir 40° sótthita. Ekki bar mikið á því í desem-
bermánuði, að til ígerðar drægi; aftur skeði það fyrr á árinu, að meira
bar á því, t. d. á einu heimili veiktust 4 sjúklingar, og sprakk ígerð
í hálsi þeirra allra.
2. Kvefsótt (bronchitis acuta).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjiíklingajjöldi 1921 1929:
1921 1922 1923 1924 1925 192C 1927 1928 1929
Sjúkl. 4393 4162 4460 3930 4921 4799 5274 6342 6720
Dánir 229239335
Fleiri og fleiri kvefsjúklingar eru ski'áðir með hverju ári, og hefir
þetta vafalaust verið mikið kvefár. Læknar kvarta þó almennt um erf-
iðleika við að greina lcvefið frá inflúensu, en að henni voru óvenju-
mikil brögð á þessu ári, og eru linurnar milli þessara tveggja sótta
vafalaust hvergi nærri hreinar.
Læknar láta þessa getið:
Rník. Kvefsótt. Alls skráðir 3536 sjúkl. á árinu, sjúklingafjöldinn
langmestur á 1—10 ára börnum (1517). Mest bar á veikinni í maí-
mánuði (320), i sept.—okt. (278—342 sjúkl.), desember (1036), og
þá er einnig langmest af kveflungnabólgu (194 sjúkl.), sem bendir á,
að það hefir verið illkynjað kvef, sem þá geklc hér í bæ. Ég var þá
fjarverandi, en hina mánuði ársins var eklcert sérstaklega athugavert
við þyngd sjúkdómsins.
Skipaskaga. Iívefsótt hefir verið hér viðloðandi allt árið, nema i
ágústmánuði, en yfirleitt var hún væg. Síðari hluta desembermánaðar
var hún öllu þyngri, og var áframhald af henni frain yfir áramótin. Á
árinu eru skráðir alls 135 sjúkl., en vafalaust er það of lág tala.
Borgarfí. Kvefsótt gerði vart við sig flesta mánuði ársins, en var
ekki þung fyr en í des., er hún barst frá Reykjavílc í neðri hluta hér-
aðsins. Lagðist þá einkum þungt á börn og gamalmenni.