Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 15
13
tilfelli. Tveir sjúkl. deyja j)ó úr barnaveiki á árinu og er það gömul
saga, að menn vara sig ekki á dreifðum barnaveikistilfellum, hvorki
aðstandendur né læknar.
Læknar láta þessa getið:
Huilc. Difteri: Varla komið fyrir, aðeins 4 sjúklingar skráðir, létt
— ekkert dauðsfall.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
S júklingafiöldi 1921 1929:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl. 8 2 7 24 2 15 15 323 65
Veiki þessi, sem nokkur faraldur var að 1928, er greinilega í rénun
á þessu ári. Hún greinist þó illa frá venjulegu iðrakvefi, og er svo að
sjá sem nokkur hending ráði, hvað læknar telja blóðsótt og hvað iðra-
kvef.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. 10 sjúklingar skráðir á árinu, aðallega í nóv. og des.
Mngeyrar. t lok ársins komu nokkur tilfelli af veiki, sem hagaði sér
iikt og iðrakvef að öðru leyti en því, að þar var blóð i saur. Voru þau
því skráð sem dysenteri.
Segðisfi. 1 tilfelli (útlendingur).
5. Barnsfarasótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingatalan 1921 —1929:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl. 18 23 21 12 7 13 10 13 18
Dánir 3 5 6 3 6 1 3 3 1
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Samkv. skýrsl um lækna eru skráðir 4 konur með barnsfara
sott, en engin hefir dáið úr henni þetta árið.
Akureijrar. Barnsfarasótt kom ekki fyrir þegar frá er talin kona með
legbólgu, sem skráð hefir verið með barnsfarasótt, en óvíst er hvernig
veiki hennar orsakaðist.
Að öðru leyti gera læknar engar athugasemdir við þenna leiða kvilla,
og er það ósæmileg hæverska.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
Sjúklingafiöldi 1921—1929:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl........ 115 174 147 130 120 146 133 88 214
Dánir ....... ,, „ „ „ „ 1 3 „ „