Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 16
14
Læknar láta þessa getið :
Rvik. Skráðir 89 sjúldingar, i'leiri konur en karlar. Sjúklingatalan
alljöfn alla mánuði ársins, nema i desembermánuði. Þá 15 sjúkl-
ingar. Mér virðist febr. rheumat. vera vægari og einkennaminni en
t. d. í Danmörku meira subacut, sjaldnar sjást rauðir og stórþrútnir
liðir, lægri hiti o. fl. Endocarditis er tiltölulega sjaldgæf hér.
Skipaskaga. Febris rheumatica kom fyrir á 3 sjúklingum, 2 konum
og einum karlmanni, en fremur væg.
Borgarfj. 3 sjúklingar, þar af 1 í fyrsta sinn, 10 ára piltur, fékk afar-
háan hita og bólgu í marga liði. Batnaði tiltölulega fljótt við salicyl.
engar komplikationir.
Seyðisff. Febr. rheumatica: 3 tilfelli skráð, öll létt, án komplikationa.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
S jiiklingaf jöldinn 1921 - 1929 :
1921 1922 1923 1924 1925 1920 1927 1928 1929
180 68 152 96 83 175 27 49 28
15 3 12 6 7 13 3 2 o
Taugaveiki gerir lítinn usla á árinu. Þó er nokkur faraldur að henni
i Hólshéraði 3 fyrstu mánuði ársins (7 sýktust), og er taugaveiki þar
viðloðandi. Vafalaust mjólkursmitun frá smitbera eins og héraðs-
lækni grunar, þó að ekki hafi það verið staðfest. í Hafnarfjarðarhér-
aði veilcjast 3 í janúar og í Siglufjarðarhéraði 4 á 3 mánuðum. Ann-
ars eitt og eitt tilfelli á strjálingi í ýmsum héruðum. Um taugaveikina
i Hafnarfirði i janúar er þess sérstaklega getið, að hún hafi verið
paratyphus.
Læknar láta þessa getið :
Rvik. Aðeins 2 sjúklingar skráðir á árinu. 2 tugaveikissýklaberar
voru í Farsóttahúsinu, sumpart til rannsóknar og til þess að kenna
þeim viðeigandi varúðarreglur.
Flateyrar. 2 tilfelli af taugaveiki á tveim bæjum. Smitberi að lík-
indum1) gömul kona, er hafði flutzt frá Fossum við Skutulsfjörð árið
19262).
Hóls. 7 tilfelli á árinu. 6 af þessum sjúklingum höfðu, um leng'ri
eða skemmri tima, neytt mjólkur af heimili Bergs Kristjánssonar,
sem ég hefi grunað undanfarandi ár um að geyma sýkilbera, og 7.
sjúklingurinn hafði 1 eða 2svar sinnum neytt þaðan mjólkur; en þrír
af þessum sjúklingum höfðu notað mjólkina aðeins 2 ■> vikur áður en
þeir sýktust, eða venjulegan incnbations-tíma, og sá 4. (lcvenmaður)
hafði dvalið tæpar 3 vilmr sem vinnukona á heimili Bergs; þessi
stúlka veiktist í desember.
Bergi bannað í marz að selja mjólk, og frá þeim tíma bættist að-
eins eitt tilfelli við, í desember. Rannsóknarstofa Háskólans rannsak-
I) Það hefir nú sannazt.
21 Hún veiktist fyrst í þeim faraldri og cr smitberi siðan.