Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 17
15
aði saur og þvag úr heimilisfólki Bergs eu fann enga taugaveikis-
sýkla.
Isafj. Eitt tilfelli skrásett, og var það utanhéraðssjúklingur, flutt-
ur hingað á sjúkrahúsið. Annað samskonar tilfelli hefir fallið af
skránni. Héraðið sjálft telst taugaveikislaust.
Hólmavíkur. Eitt tilfelli skráð. Smitun að líkindum hægt að rekja að
Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Hefir taugaveiki komið þar upp
nokkrum sinnum áður. Þó hefir ekki tekizt að finna þar smitbera.
llofsós. Einn sjúklingur. Uppruni veikinnar óviss. Allar líkur benda
þó til þess, að sjúklingurinn hafi smitazt á Sauðárkróki. Widal-rann-
sókn óábyggileg.
A kareijrar. Taugaveiki kom fyrir á einu heimili í Saurbæjarhreppi
og sýktist þrent. En veikin uppgötvaðist í tæka tíð og barst ekki á
aðra bæi.
Reykdæla. Eitt tilfelli af taugaveiki á árinu. Stúlka úr Mývatnssveit
dvaldi um tíma á Húsavík, lagðist, er heim kom. Sóttkvíuð. Saur og
þvag sent Rannsóknarstofu Háskólans. Bacillur fundust ekki.
Vestmannaeijja. Taugaveiki kom með íslenzkum sjómanni, sem
verið hafði á línuveiðara með manni, sem skömmu áður lá hér á
sjúkrahúsinu i taugaveiki. Voru rekkjur þeirra samliggjandi á skip-
inu. Reyndist þessi maður, sem Iíkur eru til, að sjúklingur þessi hafi
smitazt af, ekki að vera sóttberi, við faeces-rannsókn, sem síðar var
gerð.
Grimsnes. Einn taugaveikissjúklingur, stúlka 14 ára gömul, sem
komið hafði úr Reykjavík. Uppruni óviss. Allt heimilisfólkið bólu-
sett til varnar veikinni, nema brjóstbarn á 1. ári. Stúlkunni hatnaði.
<>g var hún sótthreinsuð á eftir.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Sjúklingafjöldi 1921-
1921 1922
Sjúkl. 1049 1244
Dánir 5 „
Töflur II, III og IV, 8
1929:
1923 1921 1925
1024 981 1047
2 „ 1
1926 1927 1928
1303 2158 2370
5
1929
2515
4
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Fyrri helming ársins ber ekki sérlega mikið á þessum kvilla.
En frá júlí-—okt. var hann langtum tíðari (144-—253 á mán.). Ekki
komu fram nein blöðrusóttareinlcenni, það ég varð var við. En vel
getur sjúklingurinn hafa verið paradysenteri fyrir því; ef hún er væg,
verður hún naumast aðgreind frá venjulegri iðrakvefsótt nema með
bakteriologiskri rannsókn. Þrír sjúklingar, eingöngu ungbörn, taldir
dánir úr veikinni. Dánartalan því af slcráðum sjúldingum (1223)
Skipaskaga. Gastroenteritis acuta var hér á seiði næstum allt árið.
Mest bar þó á því sumarmánuðina júlí og ágúst. Var þá sólskinsblíða
og hitar. Lagðist allþungt á suma, með miklum hita, 40°, uppköst fengu
sumir, en þó ekki allir, en niðurgangur var mjög þrálátur og tíður;