Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 20

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 20
niður á möruium í sveitinni, enda urðu karlmenn að leggja hart á sig við skepnuhirðingu, því hávetur stóð yfir, en fátt um fólk þar. Um miðjan marzmánuð var veikin um garð gengin. Alls eru skráðir 245 sjúkl., en gera má þó ráð fyrir að allir hafi ekki leitað læknis, og talan sé mikið til hærri. Borgarf). í jan. var ég sóttur á heimili eitt i Stafholtstungum. Lá þar allt fólkið í inflúensu nema 1 inaður. Tveim dögum áður en fólkið veiktist (það veiktist allt næstum því samtímis) hafði maður gist þar á leið úr Rvík heim til sín, var þá heilbrigður, en lagðist i inflúensu jafnskjótt og hann kom heim. Inflúensan breiddist ekki út frá þess- um bæjum. Til samanburðar má geta þess, að ég fór til Rvíkur í febr. og veiktist þar af inflúensu, en varð að fara heim daginn eftir að ég veiktist og lá heima í 4 daga með allháan hita. Enginn smitaðist af mér; þó fór ég margsinnis upp úr rúminu til að draga út tennur og skoða sjúklinga. Bendir þetta á, að veikin sé næmust á meðgöngu- tímanum. Ólafsvikur. Inflúensa barst í héraðið í febrúar og gekk geyst yfir 2 mánuði (febr.—marz). Á því tímabili voru skráðir 80 sjúklingar með þá veiki, en úr því aðeins 1 (apríl). Veikin lagðist þyngst á eldra fólk, en yfirleitt var hún væg á börnum, og rnörg þeirra fengu hana alls ekki. Ekki er fyllilega upplvst, hvaðan veikin hefir borizt I hér- aðið, en telja má einna liklegast, að hún hafi komið frá Reykjavík. Dala. Inflúensa hafði gert vart við sig í héraðinu frá því í nóvem- bermánuði f. á, og hélt hún áfram fram í aprílmánuð, breiddist um allt héraðið. Inflúensa þessi var all-þung, fullorðnir lágu um og yfir viku; í veikinni fengu tveir menn bronchopneumonia og einn otitis media. Patreksjj. Inflúensa gekk hér fyrstu mánuði ársins og mest í fe- brúar, en horfin að mestu í apríl. Veikin var mjög illkynjuð og srnit- andi. 178 leituðu læknis. Veikin var yfirleitt vægari og ekki eins al- geng í sveitunum. Þingeyrar. Inflúensa barst hingað frá Reykjavík í byrjun febrúar, stóð yfir hátt á annan mánuð, febrúar og marz. Tók hún einkum mið- aldra fólk, en síður ung börn eða gamalmenni, lagðist einkum á önd- unarfærin, i sárafáum tilfellum á meltingarfærin. Taugaveiklunar gætti nokkuð á eftir. Sótthiti stóð yfir frá 2—G dögum, stundum all- hár, um 40°. Mest bar á tracheitis og grófri bronchitis, bronchiolitis aftur sjaldgæf og lungnabólga engin. Það einkennilegasta við veik- ina var, hve lengi kvefið hélst á eftir. Margir höfðu það fram undir hálft ár eftir að veikin var afstaðin, og þótt það hyrfi um stund, þá tók það sig upp aftur og aftur. Var því samfara lculdatilkenning og beinverkir, en enginn sótthiti. Þegar svo þessir menn voru hlustaðir, bar í flestuin tilfellum ekkert á bronchitis, heldur aðeins grófri hryglu sem benti á tracheitis. Aðrar afleiðingar hafði veikin eigi, og mátti yfirleitt teljast meinlítil. Flateyrar. Seinni part vetrarins gekk inflúensa hér all-víða í Ön- undarfirði; hún var í vægara lagi; þó fylgdi henni nokkrum sinnum áköf eyrnabólga (otitis anedia), sem svo hjaðnaði bráðlega niður af sjálfu sér. Þó fékk 16 ára gamall piltur, hér inni i Bjarnardal, heila-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.