Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 21
19
hiinnubólgu, samtímis eða nærri samtímis eyrnabólgunni, og andað-
ist eftir mjög stutta legu. A einu inflúensuheimili, hér inni i Firðinum,
veiktist barn á 1. ári og andaðist tæpum sólarhring eftir að það veikt-
ist. Ég sá aldrei barn þetta, svo ég veit ekki, hvort það hefir verið
veiklað áður. Að likindum hefir inflúensan orðið því að bana.
Hcsteijrcir. Kvefpest (inflúensa) barst lir Isafjarðarhéraði sköminu
fyrir áramótin. Fyrsti sjúklingur skráður 2. jan. Gekk veikin fremur
hægt yfir í janúar—marzmán., tekur all-flesta á hverju heimili, og
nær svo hámarki í aprílmánuði, og er þá einna þyngst á fólki; eftir
miðjan júní gerir hún ekkert vart við sig. Tók hún menn á öllum
aldri nema börn innan eins árs. Alls eru 86 skráðir, og do ein öldruð
kona með kroniska bronchitis.
Hofsós. Inflúensan barst hingað frá Sauðárkróki í byrjun inarz.
Hún breiddist ört út. Margir veiktust hastarlega, með um og yfir 40°
hita, sem fór svo venjulega að falla cftir 3 -4 daga. Einstaka maður
fékk kveflungnabólgu. Enginn dó.
Siglufj. Inflúensa barst hingað í febrúarmán. og hélzt fram a haust.
Mest bar á henni í marzmán., en margir voru einnig veikir í febr. og
ágústmán. Veikin var ekki mögnuð, sárfáar komplikationir, og eng-
inn dó.
Svarfdæla. Inflúensa barst í héraðið frá Siglufirði seint í febrúar,
en fyrstu sjúklingarnir voru skráðir í marz. Var sóttin mjög væg á
langflestum og sjúklingafjöldi óvenjulega lítill, eftir því sem gerist i
inflúensu, enda nnmu tiltölulega enn færri hafa leitað læknis en í
undanförnum faröldrum, sem eðlilegt er, af því að sóttin lagðist svo
létt a flesta. A stöku heimilum lagðist allt heimilisfólkið, en hjá mörg-
um heimilum sneiddi sóttin alveg. Engan sjúkling sá ég eftir apríllok;
þeir fáu sjúklingar, sem síðar eru skráðir, taldir af lækninum í Ólafs-
firði, en allir inflúensusjúklingarnir í marz og apríl eru skráðir al mér,
nema tveir, sem skráðir eru i Ólafsfirði. Enga fylgikvilla varð ég var
við, nema eyrnabólga (ot. med. non supp.) í tvö skipti.
Seijðisfj. Inflúensa (127 tilfelli) gerði vart við sig nær allt árið, að-
ullega þó í febrúar og marz (94 tilf.), en var væg.
Norðfj. Inflúensa: I febrúarmán. kom upp kvefsótt, sem ég neydd-
ist til að kalla því nafni. Ekki var unnt að fá neinar upplýsingar um,
hvaðan sótt sú kæmi. Var ég þó víst sóttur til allra fyrstu tilfellanna,
eftir því sem eftirgrenslan á því sýndi. Allir, sem ég skrásetti, veikt-
ust á líkan hátt —- snögglega með köldu og háum hita, beinverkjum,
höfuðverk, bakverk, hósta. Hiti hélzt í 2—3 daga. Slappir á eftir. Lítið
um komplikationir. Bar mest á otit. media catarrhal. og supp. Sup-
pureraði i 4 tilfellum.
Reyðarfj. Inflúensan gekk bæði á undan og eftir mislingunum en
var heldur væg, ekkert dauðsfall. Var hér fyrstu þrjá mánuði ársins —
eins og mislingar -— en kom síðan ekki fyrir. Ég hef ekki fundið á-
stæðu til að telja einstök tilfelli af tracheitis eða bronchitis undir þann
dálk, þegar ekki hefir verið epidemisnið á veikinni. Eftirköst hef ég
ekki orðið var við nema í einstaka tilfelli. í einu tilfelli varð inflúensa
valdandi að abort, ca. 3 mán. gömlum.
Páskrúðsfj. Inflúensa gekk hér i febrúar og marz og aprílmánuðum.