Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 29
27
sóttaskýrslu eftir aldri. Mislingafaraldrinum var að mestu lokið á
fvrsta mánuði ársins, einir fjórir eru skráðir í febrúar, og einn i maí.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklingafíöldi 1921—1929:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl......... 76 24 „ „ 1 „ 1 „ 998
Hettusóttarfaraldur gekk hér á árunum 1913—15 en deyr þó ekki
alveg út fyr en 1917. 1920 hefst annar faraldur (22 tilfelli það ár)
og verður Iítið úr. Síðan 1922 er veikinnar ekki getið, þegar frá eru
skilin eitt tilfelli hvort árið 1925 og 1927, sem sennilega mega teljast
vafasöm, fyr en í ár, að greinilegur faraldur hefst á ný. Er veikinnar
fyrst getið í Vestmannaeyjum í apríl, en i maí er hún komin til Rvíkur.
Veruleg brögð verða þó ekki að henni fyr en síðustu mánuði ársins
og gengur hún aðallega um Rvík og nágrenni. Þó berst hún fyrir ára-
mótin til Patreksfjarðar, Þingeyrar, Akureyrar og jafnvel austur í
Hróarstungu.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Angina parotidea barst hingað í héraðið síðari hluta
nóvembermán. Hettusóttin hafði ekki gengið hér yfir síðan 1913—
1914. Hún kom með dreng, er kom frá Vestmannaeyjum, og dvaldi í
Reykjavík nokkurn tíma; hefir hann smitazt þar eftir meðgöngutím-
anum að dæma, sem var 18 dagar. Svo var veikin væg á þessum dreng,
að hann leitaði sér ekki lækninga, og' það var ekki fyr en jmgri bróð-
ir hans tók veikina að ég komst að því, að um hettusótt var að ræða.
Sóttin gekk dræmt yfir, og tók helzt börn á aldrinum 5—15 ára. Ein-
staka börn fengu nokkurn hita í hyrjun veikinnar, en að öðru leyti
var hún mjög væg. Hún var ekki um g'árð gengin um áramótin. Alls
eru skráð 45 tilfeli.
Borgarfí. Hettusótt barst hingað í des„ beint frá Revkjavík. Breidd-
ist út hægt og hægt, aðallega efir áramót.
Patreksfí. Af hettusótt veiktust alls 6 á árinu.
Akureyrar. Hettusótt kom frá Reykjavik seint á árinu en breidd-
ist lítið út fyr en eftir áramót.
Vestmannaeyja. Hettusóttar varð vart hér í aprílmánuði, en hvað-
an hún kom er mér ráðgáta. Frá því í maímánuði og þar til i desem-
ber gerir hún ekki vart við sig'. Ekkert samband var hægt að rekja
milli þeirra heimila þriggja, sem hún stakk sér niður á í vor.
Eyrarbakka. Angina parotidea varð ég ekki var við í héraðinu fyrr
en í desembermánuði. Fyrsta tilfellið bókfærði ég 12. desember hér á
Eyrarbakka, en hún hefir verið komin í héraðið eitthvað áður. Hún
kom frá Reykjavík. Það er erfitt að fylgjast með útbreiðslu hennar
og varla unnt. Hún er svo væg, að læknir er svo sem aldrei sóttur, og
fer afarhægt um, eins og hún á vanda til.