Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 34
32
18. Heimakoma (erysipela.s).
Töflur II, III og IV, 18.
S júklingafjöldi 1921- 1929:
1921 1922 1923
Sjúkl. .. 127 197 140
Dánir . . 4 8 4
1924
83
1925
90
192(5
102
1
1927
93
1928 1929
112 43
3 1
Á hinum nýju eyðublöðum fyrir mánaðarskrár yfir farsóttir, sem
byrjað var að nota á þessu ári, er heimakoma felld niður. Hætta þá
l'lestir læknar að telja hana fram, og er hennar t. d. ekki getið á
skýrslum úr Reykjavík. Hattar því fyrir um sjúklingatöluna, og er
þess að gæta, þegar hún er borin saman við sjúklingatölu fyrri ára.
19. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 19.
S júldingafjöldi 1921 1929:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl. 37 106 104 37 30 11 33 9 240
Að gulusótt kveður talsvert á þessu ári. Verða sumstaðar að henni
heimilisfaraldrar. Kveður mest að, ef hún kemst á margmenn heimili,
svo sem hcimavistarskóla, og er hún þekkt að því erlendis frá. Sum-
staðar erlendis hefir grunur fallið á, að sundlaugar liafi geymt sóít-
kveikjuna, en á það hafa ekki verið færðar sannanir og líklegra þvkir,
að hún berist með andardrætti. Nemendur, sem sofa í sama svefn-
skála, veikjast margir í einu og fyrr en aðrir nemendur í sama skóla,
sem borða þó við sama borð og synda í sömu laug. Um meðgöngutíma
veikinnar eru skiptar skoðanir. í faraldri, sem nýlega gekk í Eng-
landi (1930), þóttust sumir taka eftir því, að hann væri 4 dagar, aðrir
20- 40 dagar, en bezt rökstutt þótti áiit þess læknis, er taldi hann
nálægt 28 dögum og kemur ]>að heim við reynslu héraðslæknisins í
Reykdælahéraði, I Englandi kom gulan í ljós á 4—6 degi sjúkdóms-
ins, og ber því nokkurn veginn saman við revnslu lækna hér.
Læknar láta þessa getið:
fívík. Samtals skráðir 135 sjúklingar á árinu, flestir í marz og maí
(24). Veikin yfirleitt væg'. Oft liður talsverður tími, 3—4 dagar, frá
því sjúkl. fá hita unz gulan keinur fram, aðaleinlcenni þá magnleysi,
lystarleysi og dyspept. einkenni. Gulan oft lítil, engin veruleg eymsli
á gallblöðrustað. Ekki virðist sjúkdómurinn sérlega næmur; á fáurn
heimilum hafa fleiri lagst i einu.
Borgarjj. Fyrsti sjúklingurinn, sem ég sá með þessa veiki, var stúlka,
35 ára, í Norðtungu, 11. nóv. Hún var þá nýkomin þangað frá öðrum
bæ í nágrenninu. Þegar ég sþurði hana, kom það upp úr kafinu, að
börnin á þeim bæ höfðu orðið lasin um sumarið af samslconar kvilla,
eitt og eitt með löngu millibili. 12. des, fullum mánuði seinna, veiktist
12 ára drengur í Norðtungu af sömu veiki, en síðan enginn á þeim bæ.
17. nóv. veiktist maður um þrítugt á Hvítárbakka af gulusótt, Gat ég