Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 37
eða berst á aðra. A höfði byrjar hann hér uni bil æfinlega, og aðal-
geymslan er nasirnar. Bækur kalla þetta ekzem í nösum, en fjandinn
einn þekkir þetta til hlítar enn. Úr sömii uppsprettunni kemur heima-
koma og fleira gott.
21. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III OS IV, 21.
Hennar cr aðeins getið i Rvík og talin 17 tilfelli. í júni 7, í júlí 5 og
í ágúst á, og er ekki gerð nánari grein fyrir þessum faraldri.
22. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 22.
S júklingaQöldinn 1921—1929:
1921 1922 1922 1924 1925 1929 1927 1928 1929
Siúld. „ 2 2 463 26 2 12 4 8
Dánir „ „ „ 89 „ 2 ? 6
Mænusótt hagar sér líkt og undanfarin ár, eftir faraldurinn, sem gekk
1924. Eitt og eitt tilfelli stingur sér niður hér og hvar i héruðum, en
faraldurssnið er ekkert á veikinni.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Skráðir 1 kona og 1 barn. Ekkert samband á milli sjúkling-
anna.
Reykhóla. Einn sjúkling, konu, liðlega þrítuga, sá ég með mænu-
sótt. Virtist hún þungt haldin á tímabili en náði sér furðufljótt og
hefir nú fengið nærri fullan bata.
Sauðárkróks. Mænusóttin gerir eitthvað vart við sig á hverju ári.
Þannig dó 1 kona úr henni á þessu ári.
23. Hlaupabóla (varicellæ).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjiiklingafíöldi 1921- 1929:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Sjúkl......... 109 157 132 163 153 156 143 198 157
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Varicellae varð vart við á 4 börnum, en hvaðan þær hafa
komið, get ég ekki fullyrt um.
Borgarfí. Hlaupabóla kom upp á einu heimili í april, uppruni ó-
kunnur. í nóv. sá ég tvö systkini með hlaupabólu við skólaskoðun.
Grimsnes. Hlaupabóla kom á eitt heimili, aðeins tveir sjúklingar,
systur um 5 ára aldur. Sótthiti jrfir 39° þegar læknir sá þær, en ekkert
að sjá eða finna á þeim annað þá. Seinna komu bólur um kroppinn,
og eftir sjúkdómslýsingu að dæma. getur varla liafa verið hér annar
sjúkdómur á ferð en hlaupabóla.