Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 41
39
ár, og er þetta fyrsta árið, sem lækkunar verður vart. Tölum þessuin
verður þó að taka með mikilli aðgæzlu, og er helzt að reiða sig á
dánartölurnar, en þær mega heita óbreyttar frá ári til árs síðustu 6—
7 árin, og a. m. k. verður þar ekki vart neinnar lækkunar. Eftir þeim
að dæma ætti berklaveikin í landinu enn að standa í stað.
Framtal læknanna á máriaðarskránum ber að skilja svo sem þar
séu aðeins taldir þeir berklaveikir sjúklingar, sem beinlínis vitja
þeirra^Én þar falla efalaust margir undan. Berklaveiki er oft ekki
greiríd við fyrstu skoðun, og geta liðið vikur þangað til læknirinn er
'Viss í sinni sök. Á meðan afgreiðir hann ef til vill margar mánaðar-
skrár, og er hætt við, að hann gleymi loks að setja sjúkling, sem hann
hefir haft lengi undir höndum með nýju tilfellunum á skrárnar. Einnig
hættir læknum við að gleyma því að færa berklasjúklinga þá, sem
þeir hafa undir hönduin um áramót á janúarskrár næsta árs, sein
þeim ber að gera ef öll kurl eiga að koma til grafar á hverju ári. Á
inóti þessum vanhöldum vegur aftur það, að tvítalning eða meira á sér
vafalaust mikinn stað á mánaðarskráni, einkum í kaupstöðum, þar
sem ríiargir læknar eru, þó að slíkt sé óþarfi ef aðgæzla er viðhöfð og
samvinna góð með læknunum.
Framtal i berklabókunum ber hins vegar að skilja svo sem tilraunir
læknanna til að gera grein fyrir hinni virkilegu tölu berklasjúklinga,
hvers í sínu héraði. Þetta er misjafnlega létt verk, tiltölulega auðvelt
í litlum héruðum, en erfitt í hinum stærri, einkum ef læknirinn er
ekki orðinn vel kunnugur í héraðinu og illa hefir verið búið i hönd-
urnar á honum af fyrirrennara hans. Lengi geta og sjúkl. með kro-
niska berklaveiki, sem aldrei leita sér læknishjálpar, dulizt jafnvel
hinum árvökrustu læknuin. Þá hlýtur allmikið handahóf að ráða því,
hverjir eru taldir albata af sjúkdómnum, og verður seint komið á
fullu samræmi í því. Hlýtur þessi skýrslugerð þannig af ýmsum eðli-
legum ástæðum jafnan að verða næsta ófullkomin, jafnvel þótt leitast
sé við að leysa hana af hendi með vandvirknrí JEn því fer því rniður
mjög fjarri, að hægt sé að segja, að læknar geri það almennt. Kasta
raunalega margir læknar undarlega kæruleysislega höndum til
skýrslugerða sinna, og verður það ekki síst Ijóst af berklaskýrslun-
um. Það virðist t. d. ofur auðvelt, er sami lælcnir gerir þessar skýrslur
ár eftir ár, að greina jafnmarga sjúklinga berklaveika í ársbyrjun og
hann hefir talið í árslok árið áður, en ekki færri en 12 læknar af 46,
sem þessar skýrslur gera á þessu ári, fara hér skakkt með, og munar
sumstaðar miklu. I Hafnarfjarðar eru þannig taldir í árslok 1928
tneð tbe. pulm. 90 og með tbc. al. loc. 44, en í ársbyrj'un 1929 eru
þessar tölur orðnar 67 og 32; i Ólafsvíkur 1928: 32 og 0, 1929: 37 og
0, í Miðfjarðar 1928: 9 og 1, 1929: 10 og 3 o. s. frv. Eftirtektarvert er,
að hérað eins og Fáskrúðsfjarðarhérað, þar sem sami læknirinn hefir
setið í áratugi og ætti að vera þaulkunnugur, skuli vera talið með
öllu berklaveikislaust, en í næsta héraði, Reyðarfjarðarhéraði, er aftur
mjög mikið um sjúkdóminn, og væri betur satt um Fáskrúðsfjarðar-
hérað.
En livernig sem þetta er, vant-ar því miður mikið á, að lalan sam-
kvæmt berklaveikisbókunum sé nærri sanni um tölu berklavcikis-