Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 42

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 42
40 sjúklinga í landinu. Og munar ekki lítið uni það, að engar tölur eru til úr Reykjavik. Það er eina héraðið á landinu, þar sem aldrei hefir verið gerð tilraun til að gera sér grein fyrir tölu herklasjúklinga, þar sem þar hefir aldrei verið haldin berklaveikisbók, og er það ekki vansa- Iaust. Hversu mikið Reykjavik mundi hleypa tölunni fram, má nokk- uð geta sér til af því, að af 995 berklasjúklingum, sem taldir eru á mánaðarskrám eru 457 taldir í Reykjavík eða nærri 46%. En sjálfsagt er þar nokkuð um margtalningar, og tiltölulega mikið um utanhéraðs- sjúklinga. Þá má geta þess, að svo lítur út sem sjúklingarnir á Vífils- stöðum hafi aldrei verið taldir fram í ársyfirliti yfir berklaveika, og með vissu er það ekki gert á þessu ári. Ber að telja þá í berklaveikis- bók Hafnarfjarðar, og er þess getið til leiðbeiningar eftirleiðis. Krist- nessjúklingarnir virðast hins vegar samvizkusamlega taldir í Akur- eyrarhéraði. Nokkrir læknar sundurliða í ár í fyrsta sinni sjúklingatölur sínar og telja sérstaklega fram sjúkl., sem aðeins eru grunaðir um berkla- veiki. Eru þeir fáir, sem það gera og tölur lágar, nema helzt í Reyðar- fjarðar og Eyrarbakka (í árslok 6 og 12). í töflunni hér á eftir eru þessi fáu vafasömu tilfelli talin með. Er mikill vafi á, að slík sundur- greining verði skýrslugerðinni til bóta, og er fremur hætt við, að hún valdi enn meiri ruglingi. Hinn 10. jan. 1929 sendi landlæknir öllum héraðslæknum svo hljóð- andi skeyti: „Hvað er yður kunnugt um uppruna berklaveiki í héraði vðar, út- breiðslu, háttalag’ og tölu berklaheimila í hverjum hreppi?“ Margir héraðslæknar hafa sent svör við þessu skeyti og sumir injög rækileg eftir atvikum. Eins og við var að búast, telja fæstir sér kunnan uppruna veikinn- ar í héraðinu. Eru sumir á því, að hún muni vera afargömul, land- læg hér svo öldum skiptir, en aðrir fullyrða, að hún sé tiltölulega nýr sjúkdómur, sem ekki hafi orðið vart fyr en seint á 19. öld eða jafn- vel ekki fyr en í byrjun 20. aldar. Um hitt atriðið, útbreiðslu og háttalag berkluveikinnar og tölu berklaheimila í héruðunum er læknunum nokkuð kunnara, og' svara sumir því allýtarlega (Páll Sigurðsson, Sigurjón Jónsson, Steingrím- ur Matthíasson, Jón ’Árnason, Árni Vilhjálmsson, Ólafur Lárusson o. fl.). Þó er framtal berklaheimilanna nokkuð á reiki, með því að læknunum er að vonum óljóst, hvort telja beri „berklaheimili“ hvert það heimili, sem veikinnar hefir orðið vart á, þau, sem veikin hefir verið viðloðandi á árum saman, eða þau, sem nú eru sýkt, og gera það flestir. Þó að hér sé yfirleitt um enga þá rannsókn að ræða, sem rann- sókn getur heitið, heldur lauslegar athuganir hripaðar niður í flýti eða jafnvel getgátur einar, þykir rétt að birta hér helztu niðurstöður, og er ekki ætlast til, að þær verði seldar dýrara en þær eru keyptar. En vel mega hér og þar í þessum skýrslum læknanna felast hending- ar til þeirra, sem síðar kunna að taka þetta mál upp til alvarlegri rannsóknár, og verða þær að sjálfsögðu geymdar vandlega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.