Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 48
K
alvarlega af berklaveiki síðustu 3- 4 árin, en af hiuum 47 bönnun,
sem sýndu positiva reaction fyr eða síðar fyrir 14 ára aldur, og flest
eru nú komin á fullorðinsaldur, hefir ekkert þeirra veikzt af berkla-
veiki síðan um fermingu og sum þeirra, sem veiktust talsvert við
smitunina af brjósthimnubólgu eða á annan hátt, hafa í rnörg ár ekki
kent sér neins meins.
Primær berklasmitun er allaf hættuleg á hvaða aldri sein er. En ef
barnið annars smitast án þess að sýkjast alvarlega, held ég að það
sé betur farið en ella.1)
Þingeyrar. Berldasjúkl. skrásettir á árunum 1910- 29 alls 119. Af
þeim á lífi albata 48, dánir 41, ókunnugt um 30.
Get ég' fullyrt að helmingur allra þeirra, sem veikzt hafa í þessu
héraði hafa fengið fullan og varanlegan bata. Veikin hefir farið þverr-
andi í héraðinu, og þakkar læknir það baráttunni gegn henni, sem
hann í 20 ár hefir hag'að eins og berklavarnarlögin gera ráð fyrir,
engu síður áður en þau komu í gildi en eftir. Berklaheimili í hérað-
inu eru 6, í Auðkúluhr. 2, í Þingeyrarhr. 3 og Mýrahr. 1.
ísafj. Sjúklingarnir teljast nú heldur færri en árið áður. En ég verð
að játa, að hér ræður mikill slumpareikningur, einkum í því, hverjir
taldir eru orðnir heilbrigðir. Og koma vafalaust ýmsir af þeim, því
miður, fyr eða síðar til skila aftur.
Spurningum landlæknis í skeyti 10. jan. s. 1. um uppruna berltla-
veikinnar í héraðinu, útbreiðslu hennar, háttalag og tölu berklaheim-
ila brestur mig gögn til að svara. Ég er of ungur í héraðinu til að
geta sagt nokkuð um hinn fyrsta uppruna veikinnar, og engar skýrsl-
ur fyrir hendi því máli til upplýsingar. Um útbreiðslu og háttalag
veikinnar gefa hinar árlegu berklaskýrslur mínar þær upplýsingar,
sem ég' er fær um að gefa. Að vísu mætti vinna meira úr þeim og' tína
til ýmsar frekari upplýsingar, en það mundi kosta meiri tírna en ég'
hefi ráð á að taka frá beinum skyldustörfum mínum. Þá er mér ekki
Ijóst, hvað landlæknir á við með berklaheimili. Er það hvert það
heiniili, sem berklaveiki hefir orðið vart á, eða þau heimili ein, þar
sem lierklaveiki er viðloðandi, ef til vill í fleiri liði?
Hvoru tveggja er jafn erfitt að svara, þegar uni kaupstaðarhérað
er að ræða, eins og þetta hérað. Heimilin eru hér á hverfanda hveli.
Árlegir flutningar og tvístringur, ný heimili stofnuð út frá þeim eldri,
sífeldar breytingar og hrærigrautur. Það yrði því ótrúlega erfið rann-
sókn að kynna sér fjölskyldusögu hvers sjúklings. Af hinum þektari
fjölskyldum í héraðinu þekki ég vitaskuld nokkrar, sem eru verulegar
herklafjölskyldur, en þó að ég' færi að telja þær upp, gæfi það tiltölu-
leg'a litlar upplýsingar, því að meðal hinna minna þektu fjölskyldna
gerist vafalaust sama sagan.
Víst væri þetta og ýmislegt annað viðvikjandi berklaveikinni hér á
landi merkilegt rannsóknarefni. Ætti að fela sérstökum lækni, sem
1) Þetta lsemur ekki heim við erlenda reynslu og eru tölur Þorbjarnar læknis of
iágar til þess að gefa rétt til ályktana. í Þrándheimi í Noreg'i höfðu Pirquet börn á
skólaaldri 1914, ekki veikzt neitt sem heitir frekar, er eftir þvi var leitað 1930, en
hin, sem Pirquet + höfðu verið fArnfinsen, Onren og Ustvedt).