Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 49

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 49
17 ekki hefði öðru að sinna, rannsóknir á útbreiðsluháttum veikinnar og öðru, sem þar að lýtur. Gætu héraðslæknar gefið slikum manni ýmsar leiðbeiningar og' upplýsingar, en annað er varla af þeim heimt- andi, að minnsta kosti ekki héraðslæknum i hinnm stærri og fjöl- mennari héruðum. í þessu sambandi vil ég leyfa mér að benda á annað, sem hin mesta nauðsyn er á að rannsaka rækilega hér á landi. En það er, hve mikið af berklaveikinni eru kúaberklar og mjólkursmitun um að kenna. Mér hefir skilizt, að á allra siðustu árum séu kenningarnar um þessi atriði mjög að breytast. Fyrst eftir að berldagerillinn fanst, hætti mönnum við að ýkja mjög fyrir sér þá smitunarhættu, sem stafar af berklasjúkum kúm. Síðar gerðu menn minna og' minna úr henni. Og ég var alinn upp við þá skoðun, að að vísu væri hugsan- legt að menn smituðust af nautgripum, en mjög sjaldgæft væri það. Smitun væri óhugsanleg' nema kýrnar hefðu „opna“ berklaveiki, og þá væri varla um annað að ræða en júgurberkla, en þeir þekktust naumast hér á landi. Nú hefi ég' fyrir satt, að þetta sé hin mesta villu- kenning. Kúamjólk geti verið smitandi a. m. k. fyrir börn, þó að um enga „opna“ berklaveiki sé að ræða í venjulegum skilningi, og raun- ar sé engri mjólk fyllilega treystandi, sem er úr Pirquet-positivum kúm. Fróðustu menn í Englandi í þessuin málum, meðal annara hinn frægi Gouvain í Alton, fullyrtu við mig, að það væri sannað, að þriðj- ungur allrar berklaveiki í Englendingum væri kúaberklar. Iðulega hefi ég staðið undrandi yfir berklasmitun barna hér á ísafirði, oft á þrifaheimilum, þar sem báðir foreldrarnir virtust heilbrigðir og engin smitunaruppspretta nálæg'. Ég hefi verið vottur að því, að á slíkum heimilum hafa 2—3 systkini lagzt í einu með langvarandi hita og vafalaust með innvortis kirtlabólgu. En þetta yrði allt skiljanlegt, ef um mjólkursmitun gæti verið að ræða eftir kenningum Englending- anna.1) Mér virðist brýn þörf á, að þetta verði rannsakað ýtarlega. Hölmavíkur. Berklaveiki hefir mikið ágerzt á þessu ári. Voru 6 nýir sjúklingar skrásettir (I i fyrra). Ég' get ekki heimfært þessa miklu aukningu, hvorki undir slæm húsakynni, slæman aðbúnað né annað, sérstaklega. Heldur tel ég, að þetta standi í beinu sambandi við mislingana, þar sem 5 af sjúklingunum veikjast af berklum upp úr þeim, tveir af þeim að vísu grunsamir áður, með berkla í ætt sinni. Mér hafa sagt eldri menn og mun það ahnannarómur, að um tær- ingu eða berklaveiki hafi ekki verið talað í þessu héraði fyr en árið 1905. Þá blossar berklaveiki upp í hinum svonefnda Heydalsárskóla, og virðist mega rekja berklaferilinn þaðan svo að segja óslitinn frarn að þessum tíma. Á þessum árum var starfræktur á Heydalsá bæði unglingaskóli og barnaskóli. Kennarinn við barnaskólann, ung stúlka. R. .4. er talið að hafi smitazt af lungnaberklum, er hún dvaldi á kvennaskóla á Akureyri. Var hún síðan kennari við skólann í Heydalsá og kenndi þar 1) Berklar geta borizt í mjólk án þess að það þurfi að stafa frá kúnum. Mjólkin getur smitazt af berklaveiku mjaltafólki og öðrum, sem með hana fara.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.