Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 54
52
i'jölgar svo nijög þetta ár (1924) staí'ar vafalaust af því, að árin áður
var mikið um alls konar kranldeika, svo sem inflúensu, mislinga
og mænusótt, sem marga lék grátt.
Ef talin eru berklaheimili aðeins þau heimili, þar sem sjúklingar
eru veikir af berklum með activan process, þá er ekkert berklaheim-
ili í héraðinu, svo að ég viti. Séu reiknuð þau heimili, þar sem dvelja
menn, sem hafa verið berklaveikir, en hafa ekki nú activan process,
þá eru 6 berklaheimili í héraðinu.
Séu hinsvegar talin öll heimili, sem berklasjúklingar hafa komið
frá árin 1904—1929, þá skiptast þau þannig á hreppana: Skútustaða-
hrepp 8, Reykdælahrepp 14, Bárðardalshrepp 5 og Ljósavatnshrepp 4.
Öxarjj. Tveir nýir skráðir með berkla, og er það með minnsta móti.
Það er með þetta hérað eins og Iandið i heild, að upphaf veikinnar
er óþekkt.
Það er mjög erfitt að ákveða hvaða heimili skuli kalla berkla-
heimili nú, m. a. af því að sjúkl. flytjast á milli heimila.
í Kelduhverfi er veikin komin 1870—80. Hún leggur undir sig
2 heimili og leikur þau grátt. Tíu önnur heimili hafa sýkzt, flest í
nágrenni við þessi 2. Veikin hefir þannig koinið á 12 heimili af 28 i
hreppnum og má nú með vissu telja hana á 3 heimilum.
A Hólsfjöllum er veikin til 1860—70. Nú er aðeins einn þar á
skrá og auk þess 2 í sveitinni, sein einhverntíma hafa verið taldir
berklaveikir. Veikin hafði frá upphafi verið á 5 bæjum af 6. Það má
segja, að lítið sé um hana þar nú.
Axarf jörður. Veikinnar er fyrst getið í Sandfellshaga 1890—95.
Þaðan virðist hún berast á næstu heimili. A árunum 1910—15 bætast
nokkur ný heimili við, sýkt að ætla má frá ýmsum stöðum utan
hreppsins. Á síðustu 10 árum hefir aðeins 1 nýlt heimili bætzt við.
Veikin hefir farið hratt vfir og verið svæsin; virðist ekki í verulegri
rénun.
P r e s t h ó 1 a h r e p p u r.
1. Núpasveit. Veikin er komin í sveitina 1885 á eitt heimili, en
virðist hjaðna þar; lig'gur svo í dái lengi þar til 1910. Berst að úr ýms-
um áttum 1910—1920. Eftir 1920 fjölgar sjúkl. afarmikið og nú er hér
mesta berklabæli hérðsins. Ætla iná að þorri sveitamanna sé smit-
aður. Horfur eru hreint ekki góðar.
2. Vestur-Slétta. Veikin byrjaði þar um 1910. Nú eru þar 3 ótví-
ræð berklaheimili, 1 grunsamlegt og 2 að því er virðist örugg í bili. Eftir
1920, einkum á allra síðustu árum, fer veikin afarmikið í vöxt. Hún
fer hratt og er svæsin. Víðast inargbýli á jörðum.
3. Austur-Slétta. Veikinnar er ekki getið þar fyr en 1920. Aðeins
2 sjúkl. skráðir úr þessari sveit, sem þó er allfjölmenn (kauptúnið Rauf-
arhöfn með 162 manns). Öðrum þessum sjúkl. er fyrir löngu batnað,
hinn er i Rvík við nám.
H e i 1 d a r y f i r 1 i t:
Heimili, kauptún meðtalin, eru ................................. 108
Berkla er getið, uppspurt og skýrslur, á ....................... 43
Berklaheimili teljast nú ....................................... 30