Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 58
sjúkrahúss. Eru þá holdsveikir rnenn alls 39 í landinu og lækkar tal-
an hægt og hægt með hverju ári, sem líður. Þessir 11 sjúkl. skiptast
þannig niður á héruðin: Rvík 1, Stykkishólms 1, Hóls 1, Hofsós 1,
Svarfdæla 1, Akureyrar 2, Húsavíkur 2, Rangár 1, Grímsnes 1. Ýmsir
af þessum sjúklingum munu þó vera orðnir sjúkdómseinkennalausir,
og mættu ef til vill teljast albata, en eru hafðir í skýrslunum meira
til eftirlits.
4. Sullaveiki (echinocoecosis).
Töflur V—VI.
S júklingafjöldi 1921 - -29: 1921 1922 1929 1924 1925 1926 1927 1928 1929
Tala sjúkl . 54 27 37 43 50 46 46 43 30
Dánir . 4 9 12 5 16 12 8 10 8
Sullaveikinni gengur hægt að þverra, og má dánartalan heita óhreytt
ár eftir ár. Eftirtektarvert er, að 3 af þessum 30 framtöldu sjúkling-
um er kornungt fólk, innan við tvítugt og (i milli þrítugs og fertugs,
svo að enn halda menn áfrarn að smitast af sullaveiki, og er ein-
hversstaðar pottur hrotinn.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. 11 sjúklingar skráðir af læknum. Enginn talinn dáinn í
dánarvottorðum. Á sjúkraskrá Landakotssjúkrahúss sést, að 3 sjúkl-
ing'ar með sullaveiki í lifur hafa dáið (en eru allir utanbæjar og víst
greftraðir utan Reykjavíkur).
liorgarjj. Einn sjúkling sá ég með sullaveiki, 70 ára, með echinococc.
subphrenicus suppurans. Fékk fullan bata með skurði. Hundahreins-
un mun vera samvizkusamlega framkvæmd. Ég læt sjálfur ineðalið
í alla hreppana.
Úlafsviknr. Sullaveiki varð ég aðeins var á einum sjúklingi þetta
ár. Hundahald til sveita er óvíða umfram það, sem nauðsyn krefur,
og í kauptúnunum er mjög lítið um hunda. Hreinsun á hundum fer
alls staðar reglulega fram, að því er ég frekast veit.
Hólmavíkur. Sullaveiki verður lítið vart á árinu, 1 sjúkl. Hunda-
hreinsun fer reglulega fram í öllum hreppum héraðsins, og eftirlit
með að hundar nái ekki í sulli.
Svarfdæla. Aðeins einn sjáklingur skráður á árinu, roskinn mað-
ur, fluttur i héraðið vestan úr Skagafirði fyrir rúmlega ári, hafði
lifrarsull, fór til Akureyrarspítala og var skorinn þar. Hundalækning-
ar fóru fram í öllum hreppum.
Akureyrar. Sullaveiki kom fyrir á 2 sjúklingum.
Scyðisfj. 1 tilfelli, var það 36 ára kona úr Héraði með lifrarsull, sem
kom til uppskurðar hingað á sjúkrahúsið. Hér í læknishéraðinu hefi
ég ekld orðið var við sjúkling.
Reyðarfj. Echinococcus í konu frá Hornarfirði. Var opereruð, en
ekki hægt að komast að sullinum vegna samvaxta við colon trans-
versum. Skurðurinn greri per primam, en konan dó mánuði síðar
snögglega.