Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 65
63
Héruð: Tala sjúkl. % af héraðsbúum Kerðir
Reyðarfj.................... 728 50% 48
Fáskrúðsfj.................. 788 63—
Síðu . . . ................. 506 53— 120
Grímsnes ................... 393 20—
Sjúklingafjöldinn jafnar sig upp með að vera 56% af íbúatölu hér-
aðanna (1928: 47%) og ferðirnar eru að meðaltali 69 á ári (1928: 56).
A töflum XI—XII sést aðsóknin að sjúkrahúsunum á árinu. Tafla
XI mun vera nokkurnveginn fullkomin, og nær hún til allra sjúkra-
húsa og sjúkraskýla. í töflu XII, þar sem getið er um helztu sjúkdóms-
flokka á almennum sjúkrahúsum, aldur sjúklinganna og afdrif þeirra,
vantar því miður upplýsingar um 3 sjúkrahús og þar á meðal aðal-
sjúkrahús landsins St. Josephs spítala í Rvík. Úr þessum skýrslum
hefir ekki verið áður unnið á þenna hátt, og er því ekki hægt að gera
neinn samanburð við undanfarin ár, að öðru leyti en því, að á al-
mennum sjúkrahúsum, sem á skýrslur komu á fyrra ári, 22 að tölu,
voru legudagarnir þá samtals 126470, en á hinum sömu sjúkrahúsum
í ár 132192 eða 4,5% aukning. Legudagafjöldinn á almennum sjúkra-
húsum er 133963 eða 1,3 Iegudagar á hvern mann í landinu. Legu-
dagafjöldinn á báðum heilsuhælunum, Vífilsstöðum og Kristnesi, er
786690 eða 0,75 á hvern mann, en 0,9 að hinum berklaspítölunum með-
töldum, berklaspítala Hjálpræðishersins í Hafnarf. og Farsóttahúsinu
í Rvík, sem á þessu ári a. m. k. mátti heita hreinn berklaspítali. Þetta
gefur þó eltki nema litla hugmynd um hve berklaveikin er rúmfrek,
þvi að á flestum almennum sjúkrahúsum liggur mjög mikið af
berklaveiku fólki. Af þeim 1919 sjúkl. sem lágu á þeiin almennu
sjúkrahúsum, sem skýrslur eru yfir, voru ekki færri en 425 berkla-
veikir eða rúml. 22%, en tiltölulega miklu fleiri legudagar koma á
berklasjúklinga en aðra sjúldinga, því að veiki þeirra er svo lang-
vinn. Skýrslur greina ekki á milli legudagafjölda berklaveikra og ann-
ara sjúklinga. Þó er skýrt frá því um Akureyrarspítala, að legudaga-
fjöldi berklasjúklinga hal’i þar verið 10855 af 19054 samtals, þ. e. ná-
lægt 57% en tala berklasjúklinga (87) er rúml. 27% af öllum þeim
sjúklingum (313), sem á sjúkrahúsinu lágu. Lf hlutfallið væri svipað
annarsstaðar, ætti ekki minna en helmingur allra legudaga á almenn-
um sjúkrahúsum að koma á berklasjúklinga.
Um sjúkdóma annara sjúklinga, sem sjúkrahús sækja, gefur og
tafla XII nokkrar upplýsingar, þó að þar sé ekki nema hálfsögð sagan
þar sem hún nær ekki til stærsta sjúkrahússins í Rvík, St. Josephs
spítalans. Sérstaklega mundi hann breyta hlutfallinu um krabbamein
og sullaveiki, því að slikir sjúklingar hafa eflaust mjög margir leitað
þangað.
Eftirtektarvert er, að af öllum þeim aragrúa, sem veikist af far-
sóttum, sækja mjög fáir sjúkrahús, einir 156 þessi sjúkrahús, sem
skýrslur eru uin, eða aðeins um 8% af öllum sjúklingunum.
Legudagafjöldinn samtals á öllum sjúkrahúsum og sjúkraskýlum
í landinu er 292855, eða 2,8 á hvern mann i landinu.
Sjá síðar sérstakan kafla um sjúkrahús (VI, 3.) og þar með fylgjandi
umsagnir lækna.