Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 66
IV. Barnsfarir.
Töflur IX—X.
Á árinu l'æddust samkv. tölum Hagstofunnar 2fi44 lifandi og <S2
andvana börn.
í skýrslum yfirsetukvenna eru miklar eyður, en þó ná þær til 223<S
fæðinga: 2239 barna og 2fi fósturláta. Gera tvíburafæðingar (uni þrí-
bura er ekki getið) þannig heldur betur en að vega upp á móti fóstur-
látunum. En raunar munu þau fæst koma til vitundar yfirsetukvenna,
þó að þau geti vafalaust ekki heitið algeng hér á landi.
Getið er um aðburð 2232 barna og var hann í hundraðstölum sem
hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfill 94,08%
Framhöfuð 1,52
Andlit Sitjanda og fætur bar að: 0,22— 90,42%
Sitjandi 2,(59%
Fótur 0,76— 3,45%
Þverlega 0,13—
Koma þessar tölur yfirleitt vel heim við alþekkt hlutföll annars
staðar.
55 af þessum 2239 börnum koma andvana þ. e. 2,5%, í Rvík 17 af
700 (2,4%). Hálfdauð voru við fæðingu 50 (2,2%) og ófullburða fi5
(2,9%).
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarin ár:
1921 1922 192.1 1924 1925 192« 1927 1928 1929
Af barnsförum .... 3 5 5 3 4 4 <3 7 10
Úr barnsfarasótt 3 5 0 3 fi 13 3 1
Samtals ............ 6 10 11 fi 10 5 11 10 11
Hér á verður lítil breyting frá ári til árs, og getur ástandið ekki
talizt slæmt miðað við það, sem annarsstaðar fíðkast. Orsakirnar til
barnsfaradauðans í ár eru: Utanlegsþykkt 1, fósturlát 4, blóðlát 2,
barnsfarakrampi 1, aðrar orsakir 2. Eftirtektarvert er, hve tiltölulega
margar deyja af fósturláti í samanburði við það, sem áður hefir tíðk-
azt. Árin 1921 -25 dóu samtals 3, 192(1: 0, 1927: 1, 1928: 2 og væri
betur, að þetta boðaði ekki upphafið að því fargani, sem aðrar þjóðir
leikur svo grátt.
Samkvæmt skýrslum lækna, sem borizt hafa úr öllum héruðum nema
4, hefir læknishjálp verið veitt 402 konum i barnsnauð.
Af alvarlegum fæðingarerfiðleikum, sem læknar hafa glímt við og
um er getið, eru þessar hinu helztu: Rlæðingar (1, föst fylgja 12, grind-
arþrengsli 8, fyrirsæt fylgja 6, fylgjulosun 2, þröng eða skökk grind 8,
þverlegn 3, fæðingarkrampar 4, framfallinn lækur 5.
Á töflu X eru taldar helztu fæðingaraðgerðir, en langtíðasta hjálp-
in er svæfing til að deyfa hriðarverki og pituitringjöf til að bæta úr