Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 70
V. Slysfarir.
Samkvæmt dánarskrám hafa (»9 látizt að slysförum á árinu, og eru
þar af 7 sjálfsmorð en eitt manndráp. Er slysadauðinn mjög svip-
aður öti undanfarin ár. Kveður jafnan mest að drukknunum og þó
með rninna móti i ár (1926: Slys alls 84, þar af drukknanir 58, 1927:
(i9 og 41, 1928: 71 og 41, 1929: 69 og 32, sbr. Árbók Slysavarnafélags
íslands).
Þau slys, sem valda bráðum dauða koma fæst til kasta lækna. En
þeir fá flestir til meðferðar mikinn fjölda stasaðra á hverju ári, og'
gera margir sé að reglu að geta meiri háttar slysa í skýrslum sínum.
Sumir geta fjölda slasaðra, og þar sem jafnframt er kunnugt um
allan sjúklingafjöldann verða reiknaðar út hundraðstölur. Líta þær
þannig út í þremur héruðum: Borgarnes 113 af 971 sjúkl. 11,6%,
Flateyrar 111 af 894 sjúkl. 12,4%. Isafj. 123 af 1172 sjúkl. héraðs-
læknis á Áá ári 10,5%. Af 1919 sjúkl., sem legið hafa á almennum
sjúkrahúsum, þeim sem skýrslur eru um voru 164 slasaðir eða 8,5%.
Læknar láta þessa getið:
Shipaskaga. 2 hafa dáið af slysförum. Annar framdi sjálfsmorð,
hengdi sig úti í heyhlöðu, festi kaðli í sperrubjálka og tét sig' síga
niður og dó suffocativum dauða. Það var unglingspiltur, 24 ára, á
Klafastöðum í Skilmannahreppi; hafði borið á sinnisveiki í honum
síðasta árið. Var hann dáinn 6—8 tímum áður en ég' kom. Hinn var
aldraður maður, 84 ára; hafði hann klifrað upp á skemmuþak, varð
fótaskortur og féll niður á tunnu fyrir neðan skemmuna, lenti með
siðuna á tunnuröndinni. Ég var ekki heima, þegar slysið vildi til, en
kom til hans ca. 1 tíma eftir slysið, var hann þá allur uppblásinn í
andliti og bolurinn var eins og uppblásinn belgur, hefir sennilega rif-
brotnað og rifin stungizt inn í lungu; allur var hann marinn i andliti.
Hann dó eftir miklar þjáningar að 4 tímum liðnuin.
Borgarfí. Slysfarir. Beinbrot: Fract. cruris 1, fract. costae 2, fract.
cubiti 1. Liðhlaup: Lux. pollicis 1, humeri 1, cubiti 1. Ambustio 6.
Congetatio 1. Vulnus inscisum og contusum 1.
Borgarnes. Slys — flest smá — 113.
Dala. Slysfarir hafa engar orðið nema 1 fractura humeri.
Reykhóla. Áverkar: Fractura fibulæ 1 tiifelli.
Patreksfí. Helztu slys voru: Fract. cost. 2, fract. fib. 1, fract. humeri
1, vulnera 5, lux. cubiti 1, mar og lemstur 17.
Flateyrar. Slys og' meiðsl 111 tilfelli.
tsafí. Slys samtals 123. Hin helztu voru: Fractura nasi 1, fract. cos-
tae 1, fract. claviculae 1, fract. ulnae 1, frac.t. radii 1, fract. oss. me-
tatarsi 1, fract. epicondyli tibiae 1, fract. femoris 1, fract. colti femoris
2, fract. columnae 1.
Slysfaradauðinn er hér mikið alvöruefni. Á síðastliðnum 10 árum
hafa af 550 dánum 93 dáið af slysförum. Deyja hér miklu fleiri af
slysförum en af Iungnaberklum (69 á 10 árum) og nálgast slysfara-
dauðinn allan berkladauða héraðsins, þó að safnað sé hingað að miklu
leyti berklasjúkl. úr 3 sýslum til að devja. Veldur mestu hve títt það