Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Qupperneq 74
72
VI. Ýms heilbrigöismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1929.
Þessi lög voru sett á árinu:
1. Lög' um tannlækningar (nr. 7, 14. júní 1929).
2. — — kirkjugarðsstæði í Rvík (nr. 13, 14. júní 1929).
•3- — — breyting á lögum nr. 37, 19. júní 1922, um eftirlit með
skipum og bátum og öryggi þeirra (nr. 20, 14. júní 1929).
4. Lög' um breyting á lögum nr. 81, 28. nóv. 1919, um sjúkrasam-
lög (nr. 28, 14. júní 1929).
5. Lög' um breyting á lögum nr. 42, 31. maí 1927, uin breyting á lög-
um nr. 43, 27. júní 1921, um varnir gegn berklaveiki (nr. 35,
14. júní 1929).
(5. Lög um varnir gegn berklaveiki (nr. 60, 14. júní 1929).
7. — — viðauka við lög nr. 38, 11. júlí 1911, um lækningalevfi
(nr. 36, 14. júní 1929). '
8. Lög um íbúð í kjöllurum (nr. 57, 14. júní 1929).
9. — — eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra (nr. 58,
14. júní 1929).
Þessar reglugerðir og samþykktir voru settar af stjórnarráðinu:
1. Reglugerð um eftirlit með verksmiðjum og; vélum (16. febr.).
2. — um hundahald í Neskaupstað (4. marz).
3. Erindisbréf handa lækni vinnuhælisins á Litla-Hrauni (4. marz).
4. Reglugerð um eftirlit með lyftuin (12. júní).
5. Heilbrigðissamþykkt fyrir Ytri-Akraneshrepp í Borgarfjarðar-
sýslu (4. júlí).
6. Heilbrigðissamþykkt fyrir Siglufjarðarkaupstað (24. sept.).
Konungur staðfesti skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Lárusar G.
Lúðvígssonar, skósmiðs í Reykjavík og konu hans, Málfríðar Jóns-
dóttur (31. júlí).
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu úr ríkissjóði
samkv. landsreikningi kr. 911963.34 (áætlað hafði verið kr. 751355.00)
og til almennrar stvrktarstarfsemi, sem einnig' fer að mestu levti til
heilbrigðismála kr. 855255.40 (áætlað kr. 679800.00), þ. e. samtals
kr. 1767218.70 (áætlað kr. 1431155.00).
Á fjárlögum fyrir næsta ár voru þessir sömu liðir áætlaðir kr.
702875.00 + 791300.00 = 1494175.00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Á læknaskipun urðu þessar breytingar:
24. janúar var Magnús Ágústsson settur og 13. maí skipaður hér-
aðslæknir í Borgarfjarðarhéraði. 31. maí var Kristján Sveinsson skip-
aður héraðslæknir í Dalahéraði. 30. sept. var Helgi Guðmundsson
settur en 28. október Sigvaldi Kaldalóns skipaður héraðsla'knir í Ivefla-