Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 80
78
arstúlku er svo góð, að ég óska jafnan mér sem öðrum læknum lands
vors margar slíkar til aðstoðar og starfa víðsveg'ar um héraðssveitir
til eflingar þrifnaði og hollustuháttum fólksins og til að líkna og leið-
heina við sjúkrabeði.
Höfðahverfis. Hjúkrunarfélagið hefir ráðið stúlku frá 1. okt. 1929
og til eins árs. Hún er alveg óvön hjúkrun, hefir aldrei verið við það
verk. En það var ekki völ á annari. Það er líka ætlast til, að hún
vinni öll heimilisstörf á veikindaheimilum, og það er oft eins mikils
vert og sjálf hjúkrunin, eins og nú er erfitt með fólk til innanhúss-
starfa. Kaup stúlkunnar er 300 kr. fastar um árið, hvort sem hún
hjúkrar nokkuð eða ekki. Auk þess kr. 2—2.50 á dag að vetri og
helmingi meira yfir sláttinn, við hjúkrunarstörf. Er þetta all-gott
kaup, samanborið við yfirsetukonur, sem þó þurfa 9 mánaða lærdóm.
Vopnafj. Hjúkrunarkona starfaði í héraðinu frá ársbyrjun og til
15. okt., er hún hætti þeim starfa og gifti sig'. Hjúkrunarkona þessi
var fengin í júlíbyrjun 1928 að tilhlutun héraðslælcnis og' kvenfélags
Vopnafjarðar. Kvenfélagið launaði hana að hálfu, en sveitarsjóður
að hálfu. Árskaup hennar var 500 krónur, en daggjald 1 króna frá
þeim, sem hún starfaði hjá. Yfirleitt virðast menn hafa verið mjög
ánægðir með þessa byrjun, enda reyndist stúlkan ötul og umhyggju-
söm. Ennþá hefir ekki tekizt að fá aðra hjúkrunarkonu I stað þess-
arar, en það mun verða reynt með vorinu.
Seyðisfj. I sjúkrasamlagi Seyðisfjarðarkaupstaðar eru nú 130 með-
limir, 10 bætzt við á árinu. Ársgjöld borgast illa og áhugi fólks dauf-
ur sem fyr. Ef læknir eða stjórn samlagsins örfar fólk til að ganga
i samlagið, á það að vera gert í eiginhagsmunaskyni.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Docent Níels Dungal hefir gefið eftirfarandi skýrslu um störf
hennar á árinu 1929:
Hrákarannsóknir (Tb) . .1 ákvæð 168 NcikvætS 507 Alls 675
Taugaveiki: Widalspróf 9 40 49
Ræktun úr hlóði 0 37 37
saur 7 127 134
þvagi í 127 128
L e k a n d i 103 519 622
Sy f i 1 is: Sigmapróf 12 98 110
Kahnspróf 15 102 117
Spirochaete pallida . .. . 1 3 4
Barnaveiki 1 12 13
Ý m s a r r a n n s ó k n i r (histol. etc.) .... 416
D. Röntgenstofa ríkisins. Rannsóknir alls 2305
Dr. med. Gunnlaugur Claessen hefir gefið eftirfarandi skýrslu um
störf hennar á árinu 1929: